Sælir félagar, ég er búinn að vera undir radarnum allt of lengi. Ég sá að Elvar var að reyna að fá Tóta til að láta hann hafa aðgang til að setja inn frétti og hvet ég Tóta til þess, en í milli tíðinni reyni ég að láta ykkur vita af því helsta.
Nú er nokkuð ljóst að Sylvain Distin er á leiðinni til okkar. Hann er eins og flestir vita 31. árs varnarmaður, uppfullur af reynslu. Moyes hefur nokkuð góða reynslu af að ná í leikmenn sem eru komnir af léttasta skeiðinu, held að við verðum að treysta stjóranum í þessu. Það lítur út fyrir að Distin muni leika með Everton á sunnudaginn gegn Wigan.