Alan Hutton á leið í Everton?

HuttonSlúðurdálkarnir eru að venju stútfullir á þessum sunnudegi sem öðrum, og fregnir herma að Alan Hutton sé á leið til Everton frá Tottenham.

Hutton náði frábærum árangri í skoska boltanum sem og champions league með Glasgow Rangers og þótti mikið efni en hefur engan veginn ná ðsér á strik í ensku deildinni.

Tottenham hefur verið iðið við kolan að kaupa unga og efnilega bakverði sem lítið hefur orðið úr samanber Gunter, Bale ( og vonandi Kyle Noughton og Walker) og vonandi nær Everton að nýta sér það og ná Hutton á viðráðanlegu verði.

Comments are closed.