Félagaskiptaglugginn – sumar 2025 (opinn þráður)

Mynd: Everton FC.

Félagaskiptaglugginn á Englandi stendur til mánudagsins 1. september en einhver tími verður gefinn, eftir það, til að klára þá pappírsvinnu fyrir samninga sem er í vinnslu. Þessum þræði er ætlað að halda utan um staðfest kaup og sölur sem og slúður, ef við rekumst á eitthvað. Endilega hafið samband í kommentakerfinu ef eitthvað vantar í upptalninguna. Allar tölur eru í breskum pundum hér að neðan, nema annað sé tekið fram.

Afraksturinn hingað til:

Leikmenn komnir: Charly Alcaraz (Flamengo, 12.6M), Thierno Barry (Villareal, 27M).

Leikmenn farnir: Dominic Calvert-Lewin (samningslok), Abdoulaye Doucoure (samningslok), Ashley Young (samningslok), Asmir Begovic (samningslok), Joao Virginia (samningslok), Neal Maupay (3.4M Marseille), Mason Holgate (samningslok), Billy Crelin (samningslok).

Framlengdir samningar: Jarred Branthwaite (til júní 2030), Michael Keane (til júní 2026), Idrissa Gana Gueye (til júní 2026).

2025-07-09 Everton staðfesti í dag kaup á sóknarmanninum unga, Thierno Barry, frá Villareal fyrir ótilgreinda upphæð, sem BBC segir að séu 27M punda. Thierno Barry skrifaði undir fjögurra ára samning, eða til júníloka 2029. Barry mun hafa haft klásúlu í sínum samningi upp á 34.5M punda, en Everton náði að lækka þá tölu um 7M punda. Þess má geta að hann er einn af aðeins tíu U23 leikmönnum sem hafa náð að skorað meira en 10 mörk í topp 5 deildum Evrópu, og þegar kemur að skallaeinvígum er hann í fyrsta sæti í spænsku deildinni — og í öðru sæti yfir toppdeildir Evrópu.

2025-07-08 BBC birti frétt þess efnis að Thierno Barry, sóknarmaður Villareal, væri á leið í læknisskoðun hjá Everton, með það fyrir augum að ganga frá 27M punda félagaskiptum. Sky Sports sögðu slíkt hið sama á gluggavaktinni — og bættu við að Beto væri á óskalistanum hjá Leeds.
2025-07-08 BBC birti einnig frétt í dag um að Everton hefði áhuga á miðjumanninum, og skoska landsliðsmanninum, John McGinn hjá Aston Villa, en að Unai Emery væri ekki á þeim buxunum að samþykkja þá sölu. Sky Sports voru einnig með sömu frétt á gluggavakt sinni og bættu við að Moyes vildi fá Mark Travers, markvörð frá Bournemouth, sem kemur líklega ekki á óvart, þar sem eina samkeppnin sem Jordan Pickford hefur í augnablikinu er frá kjúklingi sem kom úr unglingaliðinu (Harry Tyrer).
2025-07-07 Everton staðfesti í dag að Idrissa Gana Gueye hefði framlengt samning sinn um eitt ár hjá Everton (til júní-loka 2026) og að möguleiki væri á að framlengja um eitt ár eftir það.
2025-07-05 Everton staðfesti í dag að Michael Keane hefði framlengt samning sinn við Everton um eitt ár.
2025-07-02 BBC birti frétt um áhuga Everton á sóknarmanninum Thierno Barry. Bæði Sky og BBC hafa birt þessa frétt núna, þannig að líkurnar á þessum kaupum hafa aukist til muna.
2025-07-02 Skv. yfirliti Everton eru aðeins 18 skráðir aðalliðs-hópi Everton í augnablikinu, þannig að ég held við megum gera ráð fyrir að það verði eitthvað um kaup í sumar. Það verður líka fróðlegt að sjá hvort menn í yngri kantinum, sem hafa ekki fengið mörg tækifæri, eins og Armstrong og Chermiti, fái að spreyta sig?
2025-07-02 Skv. gluggavakt BBC skrifaði Kenny Tete undir nýjan samning við Fulham, þannig sú félagaskipti virðast úr sögunni. En það skyggir þó ekki á gleðina við það að Jarred Branthwaite var að framlengja sinn samning við Everton, sem Everton staðfesti í dag, og hann er því samningsbundinn félaginu til júní 2030.
2025-06-30 Skv. frétt á Sky Sports hefur Everton áhuga á Thierno Barry, sem er franskur landsliðsmaður með U21 ára liði þeirra. Hann er sóknarmaður Villareal og ku vera 195 cm á hæð, þannig að hann gæti reynst skeinuhættur í loftinu!
2025-06-22 Everton var sterklega orðað við hægri bakvörðinn og hollenska landsliðsmanninn, Kenny Tete, hjá Fulham. Mbl sagði að munnlegt samkomulag hefði náðst, en Kenny verður samningslaus í sumar.
2025-06-18 Leikjaplan Everton fyrir tímabilið 2025/26 kom út í dag.
2025-06-17 Nokkuð hefur borið á fréttum um að Kyle Walker sé mögulega á leiðinni til Everton, en tvennum sögum fór af því hvort um lán eða kaup væri að ræða.
2025-06-11 David Moyes fékk OBE orðuna (Officer of the Order of the British Empire) við hátíðlega athöfn.
2025-05-31 Skv. frétt á BBC virkjaði Everton klásúlu í samningi sínum við Flamengo um kaup á Charly Alcaraz fyrir 12.6M, en hann hefur (eins og við þekkjum) verið á láni hjá Everton á tímabilinu. Gott að klára það snemma.

Við munum uppfæra þessa frétt ef eitthvað nýtt gerist.

6 Athugasemdir

  1. Orri skrifar:

    Það er allt á rólegu nótunum hjá okkar klúbbi í leikmanna kaupum.

  2. Orri skrifar:

    Er ekki verið að klára nýjan samning við Branthwaite og Coleman.

  3. Diddi skrifar:

    Bestu fréttir sumarsins. Brantwaith skrifaði yndir, staðfest

  4. Ari S skrifar:

    Velkominn Thierno Barry. Vonandi er þetta bara byrjunin á góðum glugga… 🙂

  5. Óðinn skrifar:

    Mér líst vel á þetta, að fá svona háan framherja

Leave a Reply