Everton er búið að samþykkja söluverð á Lescott

 

Ég lít á þessa sölu sem jákvæðan hlut í dag en gerði það ekki áður en hann bað formlega um að fá að fara. Núna höfum við líklega eithvað um 30m pund til leikmannakaupa og það ætti að geta bæði aukið breiddina í liðinu ásamt því að bæta byrjunarliðið okkar. Svo að þegar allt kemur til alls gæti verið að þetta eigi eftir að hagnast Everton í heildina litið. Gott dæmi um að hagnast vel á sölu til að auka breidd og gæði í liðinu er þegar Everton seldu Rooney. Þá var liðið mjög neðarlega á töflunni en eftir söluna á Rooney voru leikmenn keyptir inn og liðið hefur núna verið meira og minna í 4-7 sæti síðustu árin. Þannig ef að Moyes spilar eins vel úr þessum peningum eins og  peningunum fyrir Rooney þá er ég bjartsýnn á að við verðum með sterkara lið en í fyrra þrátt fyrir að missa Lescott.

Steven Taylor hjá Newcastle hefur mikið verið nefndur sem arftaki Lescott og væri ég persónulega alveg til í að fá þann leikmann. Hann er einungis 23 ára gamall og er einn besti ef ekki besti leikmaður Newcastle.

Eins og þið sjáið a þessari mynd þá voru City ekki lengi að koma saman með blaðamannafund útaf kaupum á Lescott. Ákvað að henda þessari mynd með þar sem ég fann hana á official everton spjallinu. 

Hvaða leikmenn væru þið til að fá fyrir þennan pening?

Comments are closed.