Lescott bað formlega um sölu

Persónulega kemur þetta mér ekki á óvart að hann biðji um að fara. Þar sem hann mun fá miklu hærri laun hjá City, auk þess tel ég hann halda að hann hafi meiri möguleika á landsliðssæti hjá City þar sem Jagielka var kominn fram yfir Lescott í landsliðsvalinu. Ekki það að ég sé að réttlæta að hann sé að biðja um að fara. Þetta bara kom mér ekki á óvart. Persónlega væri ég til í að Everton næði að fá góðann pening fyrir Lescott frá city, t.d. 15m pund og fá þá Richard eða Onougha að auki. Þá værum við komnir með nýjann miðvörð og hefðum 15m pund + það sem við höfum nú þegar til að kaupa leikmenn.

 

 

Það er alltaf áhætta að halda leikmönnum sem vilja vera seldir því að hausinn á þeim er oft þá ekki á réttum stað og það gæti því bitnað mikið á hans spilamennsku í vetur.

 

Vilji þið að Everton selji Lescott eða viljiði halda honum eftir að hann bað um að fá að fara?

Comments are closed.