Pienaar neitar samning

PienaarSteven Pienaar hefur neitað nýju samningstilboði frá Everton. Pienaar (Penut) á 2 ár eftir af samningi sínum en hefur ítrekað það í fjölmiðlum að hann vilji semja upp á nýtt til lengri tíma.

Slúðurblöðin hafa verið fyllt af þeim sögum að hann sé á leið burtu frá félaginu, en sjálfur sagði hann í viðtali að þetta væri eðlilegt menn tæku ekki alltaf fyrsta tilboði.Sjáflur er hann vongóður að smaningur náist bráðlega.

Pienaar er Suður-Afríkumaður sem sló fyrst í gegn hjá Ajax en var síðan keyptur af Dortmund til að fylla í skarð Tomas Rosicky sem fór til Arsenal. Pienaar náði aldrei að fylla upp í það skarð og hröklaðist til Everton á láni og samdi síðan sumarið eftir við Everton og hefur blómstrað síðan.

Seinni hluti síðasta tímabils var mjög góður fyrir kappan í fjarveru Arteta og vakti síðan mikla atygli í álfukeppninni í sumar.

Comments are closed.