Slökkt á athugasemdum við Arteta gerir 5 ára samning og fyrsti leikurinn í deildinni

Arteta gerir 5 ára samning og fyrsti leikurinn í deildinni

Komment ekki leyfð

Arteta Agrees New Deal

Eins og eflaust flestir ef ekki allir Everton aðdáendur vita þá var Mikel Arteta að gera nýjan 5 ára samning við okkar ástkæra félag sem gerir hann að launahæsta leikmanni sögunnar og segja fréttir að hann sé með £75.000 í vikulaun. Þetta er að mínu mati bestu fréttir ársins, þar sem þessi leikmaður er okkur gríðarlega mikilvægur. Aðeins ef skoðuð er sú tölfræði að eftir að Arteta kom til Everton höfum við unnið 47% leikja með hann í liðinu á móti einungis 31% án hans, segir okkur að þessi leikmaður er liðinu gríðarlega mikilvægur. Spurning hvort Pienaar fylgi eftir og skrifi undir nýjan samning, en að mínu mati á hann aldrei að fá sömu laun og Arteta en sjáum til hvað gerist. 

Slökkt á athugasemdum við Hvað gerist á næstu dögum?

Hvað gerist á næstu dögum?

Komment ekki leyfð

Ekki er nú mikið líf í leikmannamarkaðinum hjá okkar mönnum þessa dagana. Þó hefur Kenwright gefið það opinberlega út að hann útiloki ekki að opna budduna fyrir Moyes. Þetta kemur í kjölfarið á að tilkynnt var að Chang og Everton hefðu gert nýjan samning. Gamli samningurinn hljóðaði upp á 8 milljónir punda á næstu þremur árum sem Everton fær frá Chang en orðrómur er um að honum hafi verið breytt í 15-30 milljónir punda á næstu þremur árum. Þetta er þó ekki staðfest.

Moyes hefur gefið það út að hann vonist til að fá Donovan á láni á sama hátt og á síðasta tímabili. Hann segist vita að Donovan vilji koma aftur til Everton en hann sé þó ekki reiðubúinn að kaupa hann fyrir 11 milljónir punda. Þó segir nýjasta slúðrið að Moyes vilji selja Yakubu fyrir 9 milljónir punda og þá sé hann reiðubúinn að láta þá peninga í Donovan. West Ham eru búnir að bjóða 7 milljónir í Yak en því var hafnað. Talið er að Everton samþykki 9 milljónir fyrir hann.

Slökkt á athugasemdum við Allt að gerast

Allt að gerast

Komment ekki leyfð
Jæja nú er nýtt tímabil um það bil að hefjast. Það sem ég sá á everton síðunni á facebook var að brýnt er að kalla saman aðalfund og kjósa nýja stjórn sem rífur klúbbinn upp. Ég er sammála því, ég...
lesa frétt
Slökkt á athugasemdum við Sætur sigur

Sætur sigur

Komment ekki leyfð
Þessi frétt er skrifuð í mjög mikilli sigurvímu, en við áttum fyllilega skilið að vinna þennan leik í kvöld. Þetta var nákvæmlega það sem okkur vantaði eftir ósigurinn gegn Liverpool. Nú höfum við unnið 10 leiki og tapað einum í...
lesa frétt
Slökkt á athugasemdum við Glugginn lokar í dag!

Glugginn lokar í dag!

Komment ekki leyfð
Í dag klukkan 17:00 lokar leikmanna glugginn. Everton hefur tryggt sér Landon Donovan og Philippe Senderos að láni. Spurningin er hvort að Moyes nái að tryggja sér Klaas-Jan Huntelaar að láni frá AC Milan. Stórlega efast um það þó. Þá...
lesa frétt
Slökkt á athugasemdum við Senderos kemur til Everton (staðfest)

Senderos kemur til Everton (staðfest)

Komment ekki leyfð
Flestir íþrótta netmiðlar fylltust í gærkvöldi af þeirri frétt að Senderos væri búinn að skrifa undir lánssamning við Everton. Senderos hefur ekki náð að festa sig í sessi með Arsenal í yfirstandani tímabili. Lánssamningur hans er til enda tímabilsins. Um...
lesa frétt
Slökkt á athugasemdum við Beckford og Arteta

Beckford og Arteta

Komment ekki leyfð
Heyrst hefur að Jermaine Beckford hafi náð samkomulagi við Everton og skrifað undir "pre contract agreement". Hann kemur því að öllu óbreyttu til Everton í lok tímabils. Þessi samningur er þó ekki bindandi og getur hann því samið við annað...
lesa frétt
Slökkt á athugasemdum við Knut

Knut

Komment ekki leyfð
Nú virðist allt lýta út fyrir að Seneros fari ekki til Everton á láni í janúar. Senderos hefur verið í viðræðum við Glasgow Celtic um að fara þangað að láni. Þá segir orðrómurinn að Senderos sé búinn að semja við...
lesa frétt
Slökkt á athugasemdum við Enn er allt hljótt á leikmannamarkaðinum

Enn er allt hljótt á leikmannamarkaðinum

Komment ekki leyfð
Enn er Landon Donovan eini maðurinn sem að Moyes hefur landað í janúarglugganum. Hann hefur náð að falla vel inn í leik Everton. Hann stóð sig mjög vel gegn Manchester City á laugardaginn. Donovan sagði sjálfur að hann myndi skoða...
lesa frétt
Slökkt á athugasemdum við Meira slúður

Meira slúður

Komment ekki leyfð
Nú eru hjólin farin að snúast á leikmannamarkaðinum. Fá lið virðast hafa peninga til að kaupa menn þannig að lánssamningar eru það sem verða vill. Moyes reynir eins og rjúpa við staur að fá Philippe Senderos að láni frá Arsenal....
lesa frétt