Arteta gerir 5 ára samning og fyrsti leikurinn í deildinni
Eins og eflaust flestir ef ekki allir Everton aðdáendur vita þá var Mikel Arteta að gera nýjan 5 ára samning við okkar ástkæra félag sem gerir hann að launahæsta leikmanni sögunnar og segja fréttir að hann sé með £75.000 í vikulaun. Þetta er að mínu mati bestu fréttir ársins, þar sem þessi leikmaður er okkur gríðarlega mikilvægur. Aðeins ef skoðuð er sú tölfræði að eftir að Arteta kom til Everton höfum við unnið 47% leikja með hann í liðinu á móti einungis 31% án hans, segir okkur að þessi leikmaður er liðinu gríðarlega mikilvægur. Spurning hvort Pienaar fylgi eftir og skrifi undir nýjan samning, en að mínu mati á hann aldrei að fá sömu laun og Arteta en sjáum til hvað gerist.