Enn er allt hljótt á leikmannamarkaðinum

Enn er Landon Donovan eini maðurinn sem að Moyes hefur landað í janúarglugganum. Hann hefur náð að falla vel inn í leik Everton. Hann stóð sig mjög vel gegn Manchester City á laugardaginn. Donovan sagði sjálfur að hann myndi skoða stöðuna í mars þegar kemur að lokum lánssamnings hans.

Donovan sagði að sér hefði verið tekið ótrúlega vel og meðan ástandið væri svoleiðis þá vildi hann ekki valda stuðningsmönnum vonbrigðum. Hann sagði að andrúmsloftið hjá Everton væri allt öðruvísi og betra en þegar hann var í Þýskalandi.

 

Lois Saha lenti í útistöðum á bílastæðinum við Goodison eftir leikinn gegn City. Stuðningsmaður Everton vildi fá áritum, sem að Louis veitti honum. Þá vildi stuðningsmaðurinn fá treyjuna hans en Louis vildi ekki gefa honum hana. Þá greip maðurinn húfu Saha og greip í tösku hans eins og til að stela henni. Þá snéri Frakkinn manninn niður. Enginn meiddist og ekki hefur verið kært til lögreglu. Talsmaður Everton sagði að Louis hefði brugðist hárrétt við og varið sig.

Eftir að Neill fór til Tyrklands er Moyes að undirbúa fimm milljón punda boð í Rod Fanni frá Rennes. Við höfum áður sagt frá þessu. Nú er talið líklegt að Moyes leiti allra ráða til að ná honum til Everton. Nú þarf Moyes að fara að spýta í lófana ef hann ætlar að ná mönnum inn í janúar.

Meira síðar, góðar stundir!

Comments are closed.