Meira slúður

Nú eru hjólin farin að snúast á leikmannamarkaðinum. Fá lið virðast hafa peninga til að kaupa menn þannig að lánssamningar eru það sem verða vill.

Moyes reynir eins og rjúpa við staur að fá Philippe Senderos að láni frá Arsenal. Það eru reyndar líka sögur um það að Moyes reyni að kaupa hann. Spurning hvernig það gengur.

Þá er Kenwright að undirbúa 2,5 milljóna punda boð í Benny McCarthy frá Blackburn. Benny er orðinn 32 ára gamall og hefur eingöngu skorað eitt mark í þrettán leikjum á tímabilinu.

Nú er bara spurning hvað gerist á næstu dögum.

Góðar stundir

Comments are closed.