Knut

Nú virðist allt lýta út fyrir að Seneros fari ekki til Everton á láni í janúar. Senderos hefur verið í viðræðum við Glasgow Celtic um að fara þangað að láni. Þá segir orðrómurinn að Senderos sé búinn að semja við lið í Serie A deildinni á Ítalíu, á svokölluðum Bosman skilyrðum. En samningur Senderos við Arsenal rennur út í vor.

Knut Olav Rindaroy er á leiðinni til reynslu hjá Everton. Þessi 24 ára gamli leikmaður Molde hefur spilað með þeim síðan 2004 við góðan orðstír.

Þá hefur heyrst að útsendarar Everton hafi verið á Spáni að skoða einn efnilegasta leikmann sem þar hefur komið fram, en það er Sergio Canales Madrazo. Hann spilar með Racing Santander. Hann er eingöngu 18 ára gamall og gríðarlegt efni. Því miður virðist þó vera að Real Madrid og Arsenal séu framar en við í röðinni.

Jæja meira síðar, góðar stundir! 

Comments are closed.