Góðan daginn
Síðan fer rólega af stað þetta tímabilið, enda virðist það fylgja árangri hversu duglegt fólk er að skrifa á síðuna og þar á meðal ég sjálfur. Nú eru 4 leikir búnir í deildinni og situr Everton í 18. sæti með einungis 2 stig. Hinsvegar hefur spilamennskan á köflum verið mjög góð og finnst mér hafa vanntað smá uppá á síðasta þriðjungi vallarinns. Ég er þó á því máli að miðað við spilamennsku þá ættum við að hafa fleiri stig, en það er víst ekki nóg að spila vel það þarf að koma knettinum inn í markið.