Everton vs. Liverpool

Everton

Nú nálgast stórleikur Liverpool og Everton og frekar óvenjuleg staða á liðinum. Bæði lið hafa verið að ströggla, en Liverpool hefur gengið óvenju illa að fóta sig og hafa látið Roy Hodgson borga brúsann. Nú er púllarar vissir um að lukkan muni snúast þeim í hag eftir að hafa ráðið Kenny Daglish sem stjóra og afar mikilvægt að Everton hirði af þeim stigin á laugardaginn n.k.

Nokkur ný andlit hafa verið orðuð við Everton en Moyes gefur lítið upp. Hvað haldið þið, koma nýjir leikmenn til Everton í janúar glugganum og þá hverjir? Og hverjir fara með sigur af hólmi á laugardaginn!?

 

Comments are closed.