Leikmannamarkaður

Leikmannamarkaðurinn opnaði á dögunum og því slúðursögurnar komnar á fullt. Erfitt að segja hvað er satt og rétt og hvað er uppskáldað — alltaf eitthvað um það. 🙂

Robbie Keane hefur nokkuð borið á góma. Sumir vilja meina að Keane verði partur af pakka þar sem Steven Pineaar fari í hina áttina (sjá hér og hér). Pienaar hefur þó ekki bara verið tengdur fréttum um Tottenham því hann hefur líka verið orðaður við Chelsea fyrir £3M. Sumir segja að hann sé búinn að semja við Tottenham (hér og hér) og bíði sumars. En sjáum hvað setur. 🙂

Öruggt virðist þó að Yakubu sé á leið til Leicester (sem lánsmaður til að byrja með). Talað er um að í staðinn komi frá Monaco Dieumerci Mbokani (skv. wikipedia er hann með gott markahlutfall per leik).  

Niko Kranjcar var líka orðaður við Everton sem partur af skiptisamningi sem innihélt £1M og Niko fyrir Pineaar.

Og að lokum má geta þess að þrír lánsmenn eru sagðir á leiðinni, án þess að vitað sé hverjir þeir eru…

 

Comments are closed.