Er Moyes á útsölum?

Þá er næsta víst að Yakubu verði seldur fyrir vikulok. Eða svo segir pressan. Talið er að West Ham séu klárir með 8 milljóna punda boð í Yakubu. Moyes vill eyða þessum 8 milljónum og fjórum betur í Loic Remy. En hann er 23 ára gamall Frakki. Hann spilar með Nice í frönsku deildinni. Hann spilaði 36 leiki á síðasta tímabili og skoraði 16 mörk. Þetta er svona eitt af efnunum í frönsku deildinni. Sagt er að stjórnarmenn Everton séu reiðubúnir að grafa upp 4 milljónir svo að Moyes geti náð Remy til Goodison.

Enn liggur Moyes yfir þrotabúum knattspyrnufélaga, en hann er við það að ná til sín 20 ára spænskum varnarmanni frá Sporting Gijón, Jose Angel. Jose er metinn á 15 milljónir punda, en þar sem Sporting er í miklum fjárhagsvandræðum er talið að Everton geti fengið hann fyrir 3 milljónir. Einnig er talið að Jose vilji fyrst og fremst fara til Everton, en einnig hafa Liverpool, Tottenham og Wigan sýnt kappanum áhuga.

 

Meira síðar.

Comments are closed.