Glugginn lokar í dag!

Í dag klukkan 17:00 lokar leikmanna glugginn. Everton hefur tryggt sér Landon Donovan og Philippe Senderos að láni. Spurningin er hvort að Moyes nái að tryggja sér Klaas-Jan Huntelaar að láni frá AC Milan. Stórlega efast um það þó. Þá er Moeys við það að tryggja undirskrift Jan Mucha, sem er mjög knár markvörður. Moeys vill tryggja það að Mucha komi til Everton þar sem miklar líkur eru á því að Carlo Nash fari til annars liðs í sumar. Þá er talið að Moyes vilji að Donovan verði varanlegur hluti af Everton. Það er ekki mjög hár verðmiði á honum, miðað við það sem gengur og gerist í boltanum. Moeys vill greiða 3 milljónir punda fyrir kappann. Nokkuð líklegt er að Donovan sé áhugasamur um að semja varanlega við Everton, en LA Galaxy verða væntanlega tregir til að leyfa honum að fara. Nokkuð líklegt er að lánssamningur Donovan verði framlengdur til loka tímabíls, Donovan vill þó ekki spá í þetta fyrr en eftir HM. Þá hefur einnig komið fram að Moyes vill greiða 2 milljónir punda fyrir Jermaine Beckford til að tryggja að hann komi til Everton eftir tímabilið. Moeys er hræddur um að önnur lið bjóði Beckford betur þegar líða fer á tímabilið. Ástæða þess að Moeys vill fara að tryggja Donovan og Beckford er að nokkuð öruggt er að Saha yfirgefi Everton í lok tímabils.

Meira síðar, góðar stundir!

Comments are closed.