Skilaboð frá Haraldi formanni Evertonklúbbsins:
Aðalfundur:
Skráning hefur farið hægt af stað en erum þó orðnir all nokkrir. Væri gott ef menn færu að staðfesta eða láta vita ef þið komist ekki. Endilega Látið aðra vita líka sem kannski eru ekki tölvuvæddir því það eru margir sem væru vel til að koma þó svo það væri bara til að sjá leikinn. Ég hef verið að ýta á menn sem eru ekki búnir að skrá sig og hef þar náð í nokkra. Vill sjá sem flesta.
Hvet ég menn að koma með góða punkta, þar sem ég verð kannski ekki alveg 100% undirbúinn á þessum tíma þar sem ég er í háskóla og stutt í sálfræðipróf og ritgerð.
Dagskráin:
Mæting fyrir kl 11 á Hamborgarabúllunna 27. september á Akureyri. Þar sem ykkur er frjálst að koma með skemmtilegt efni, veit að einn meðlimur kemur með eitthvað spennandi, getum litið á það fyrir leik og jafnvel eftir leik.
Útsending á leiknum hefst kl 11:30 en sjálfur leikurinn hefst 11:45.
Tilboð á Búllunni er bjór 500ml á 500 kr og svo var líka matartilboð með öli eða gos.
Eftir leikinn þá ræðum við ýmis mál hvað má betur fara og hvert stefnum við með klúbbinn, jafnvel ferð rædd í leiðinni. Mér var að berast póstur á flotta ferð sem ég læt ykkur vita hér á eftir.
Um kvöldið förum við út að borða og auðvitað verður kíkkað í bæinn eftir það, Badda til mikillar hrifningar. Það sem skiptir máli er að hafa gaman af þessu og vonum að sjá sem bestu úrslit.
Ég vill enn og aftur taka það fram að ÖLLUM evertonaðdáendum er boðið hvort sem það er bara til að horfa á leikinn eða taka þátt í öllum pakkanum með hópnum.
Áfram Everton.
Haraldur Anton. halli18@simnet.is - S:694-8009
Skráðir eru.
Haraldur, Elvar, Georg, Marínó, Albert, Gilli, Múrarinn, Baddi x 4.
Verið duglegir að smala saman.
ÍT ferðir voru að bjóða Evertonklúbbnum 30 miða á leik Everton vs. Man Utd 25. október á 89.900 kr. á manninn. Innifalið í ferðinni er flug og flugvallaskattar, gisting í þrjár nætur á Premier Travel Inn í Liverpool með morgunverði og miði á Everton vs. Man. Utd. Ef menn hafa áhuga eða vilja skoða þetta þá geti þið ýtt á þar sem stendur: "lesa meira..." og þar standa allar ferðaupplýsingar o.fl. sem ÍT ferðir sendu.