Slökkt á athugasemdum við Sökkvandi skip?

Sökkvandi skip?

Komment ekki leyfð
Engar fréttir eru góðar fréttir ef marka má það sem frétta er frá Everton þessa dagana. 2 mörk koma nú undantekninglaust á okkur og virðist eina leiðin að vinna leiki með því að skora 3-4. Þetta er farið að setjast...
lesa frétt
Slökkt á athugasemdum við Aðalfundurinn, uppfærsla!

Aðalfundurinn, uppfærsla!

Komment ekki leyfð
Smá breyting:  Búið er að redda stærri og betri sal fyrir hópinn og munum við vera á Kaffi Jónsson/Keiluhöllinni en ekki Hamborgarabúllunni eins og til stóð. Nú munum við hafa stóran sal og breiðtjald til að horfa á leikinn, sem...
lesa frétt
Slökkt á athugasemdum við Everton-Standard Liege hittingur!

Everton-Standard Liege hittingur!

Komment ekki leyfð
Ég var að fá skilaboð um að láta alla höfuðborgarbúa vita að nokkrir evertonmenn ætla að mæta á Kebab húsið Grensásvegi 3 til að horfa á leikinn í kvöld. Endilega að mæta á staðinn og ekki gleyma því að skarta...
lesa frétt
Slökkt á athugasemdum við Aðalfundurinn

Aðalfundurinn

Komment ekki leyfð

Everton

 
Skilaboð frá Haraldi formanni Evertonklúbbsins:

Aðalfundur:
Skráning hefur farið hægt af stað en erum þó orðnir all nokkrir. Væri gott ef menn færu að staðfesta eða láta vita ef þið komist ekki. Endilega Látið aðra vita líka sem kannski eru ekki tölvuvæddir því það eru margir sem væru vel til að koma þó svo það væri bara til að sjá leikinn. Ég hef verið að ýta á menn sem eru ekki búnir að skrá sig og hef þar náð í nokkra. Vill sjá sem flesta.
 
Hvet ég menn að koma með góða punkta, þar sem ég verð kannski ekki alveg 100% undirbúinn á þessum tíma þar sem ég er í háskóla og stutt í sálfræðipróf og ritgerð.
 
Dagskráin:
Mæting fyrir kl 11 á Hamborgarabúllunna 27. september á Akureyri. Þar sem ykkur er frjálst að koma með skemmtilegt efni, veit að einn meðlimur kemur með eitthvað spennandi,  getum litið á það fyrir leik og jafnvel eftir leik.
 
Útsending á leiknum hefst kl 11:30 en sjálfur leikurinn hefst 11:45.
 
Tilboð á Búllunni er bjór 500ml á 500 kr og svo var líka matartilboð með öli eða gos.
 
Eftir leikinn þá ræðum við ýmis mál hvað má betur fara og hvert stefnum við með klúbbinn,  jafnvel ferð rædd í leiðinni. Mér var að berast póstur á flotta ferð sem ég læt ykkur vita hér á eftir.
 
Um kvöldið förum við út að borða og auðvitað verður kíkkað í bæinn eftir það, Badda til mikillar hrifningar. Það sem skiptir máli er að hafa gaman af þessu og vonum að sjá sem bestu úrslit.
 
Ég vill enn og aftur taka það fram að ÖLLUM evertonaðdáendum er boðið hvort sem það er bara til að horfa á leikinn eða taka þátt í öllum pakkanum með hópnum.
 
Áfram Everton.
Haraldur Anton. halli18@simnet.is -  S:694-8009

Skráðir eru.
Haraldur,  Elvar, Georg, Marínó, Albert, Gilli, Múrarinn,  Baddi x 4.
Verið duglegir að smala saman.
 
ÍT ferðir voru að bjóða Evertonklúbbnum 30 miða á leik Everton vs. Man Utd 25. október á 89.900 kr. á manninn. Innifalið í ferðinni er flug og flugvallaskattar, gisting í þrjár nætur á Premier Travel Inn í Liverpool með morgunverði og miði á Everton vs. Man. Utd. Ef menn hafa áhuga eða vilja skoða þetta þá geti þið ýtt á þar sem stendur: "lesa meira..." og þar standa allar ferðaupplýsingar o.fl. sem ÍT ferðir sendu.
Slökkt á athugasemdum við Everton unnu mikilvægan útisigur á Stoke 2-3

Everton unnu mikilvægan útisigur á Stoke 2-3

Komment ekki leyfð
Cahill er mættur aftur!
 
Everton heimsóttu Stoke City á Britainnia Stadium í gær og fóru heim með öll 3 stigin. Það var enginn annar er Tim Cahill sem gerði sér lítið fyrir í sínum fyrsta leik í 6 mánuði og setti sigurmarkið.
 
Tveir nýjir leikmenn fengu að spreyta sig í byrjunarliðinu í dag eða þeir Marouane Fellaini og Segundo Castillo en þeir voru einmitt keyptir í lok gluggans eins og menn ættu að vita. En það kom eflaust flestum ef ekki öllum evertonaðdáendum um heim allann á óvart að Tim nokkur Cahill var kominn til baka og þar að auki í byrjunarliðið og t.a.m. hoppaði ég uppúr sætinu af gleði þegar ég skoðaði evertonfc.com fyrir leikinn til að sjá byrjunarliðið og hópinn. Enda erum við að tala um einn besta leikmann ensku deildarinnar og fer ég ekkert ofan af þeim orðum.
 

Slökkt á athugasemdum við Nokkrar stuttar fréttir

Nokkrar stuttar fréttir

Komment ekki leyfð
Fyrirliðinn, Phil Neville, fer mikinn í fjölmiðlum á Bretlandseyjum þessa dagana. Hann gaf það út að leikmenn Everton þyrftu nú að spýta í lófana og hysja upp um sig brækurnar til að fara að ná viðeigandi úrslitum, sem sæma Everton....
lesa frétt
Slökkt á athugasemdum við Aðalfundur evertonklúbbsins á Íslandi!

Aðalfundur evertonklúbbsins á Íslandi!

Komment ekki leyfð
Aðalfundur: Ég var beðinn af Haraldi formanni evertonklúbbsins um að láta alla vita af því að það verður haldinn aðalfundur hjá evertonklúbbnum 27. september þegar leikur Everton-Liverpool mun fara fram. Ákveðið hefur verið að breyta smá til og hafa fundinn...
lesa frétt
Slökkt á athugasemdum við Marouane Fellaini til Everton fyrir 15m pund (Staðfest)

Marouane Fellaini til Everton fyrir 15m pund (Staðfest)

Komment ekki leyfð
Everton setti í gærkvöld félagsmet þegar félagið keypti belgíska landsliðsmanninn Marouane Fellaini frá Standard Liege á 18,5 milljónir evra, 15 milljónir punda. Standard Liege eru einmitt mótherjar Everton í UEFA Cup eftir að liðin drógust saman í keppninni fyrir skömmu....
lesa frétt
Slökkt á athugasemdum við 0 – 3

0 – 3

Komment ekki leyfð
Everton töpuðu með skömm á heimavelli á móti Portsmouth í gær. Everton leikmennirnir voru afar hugmyndasnauðir á miðjunni og óákveðnir í sóknaraðgerðum sínum sem í vörn. Defoe kom þeim yfir afar snemma í leiknum með því að leika á 2-3...
lesa frétt
Slökkt á athugasemdum við Saha til Everton

Saha til Everton

Komment ekki leyfð
Samkvæmt öllum helstu fréttamiðlum er Luis Saha genginn til liðs við Everton. Þar er á ferðinni franskur landsliðsmaður sem hefur verið óheppinn með meiðsli á síðustu árum. Það er greinilegt ef Saha heldur sér heilum að hann getur atyrkt Everton...
lesa frétt