Everton unnu mikilvægan útisigur á Stoke 2-3

Fyrsti hálftíminn var frekar rólegur og opinn og áttu bæði lið í erfiðleikum að skapa sér færi, en Stoke átti fínt skot sem Tim Howard varði vel snemma í leiknum. Einnig átti Fellaini mjög gott þrumuskot sem fór því miður í varnarmann. En það kom í hlut Yakubu að skora fyrsta markið á 40. mín og sýndi hann svo sannarlega hversu magnaður framherji hann er en hann dró boltann laglega með hægri löppinni yfir á þá vinstri og setti hann í bláhornið vinstramegin. Markið kom eftir fínan undirbúning þar sem Arteta átti fína sendingu til Cahill og Cahill lagði boltan út á Yakubu sem skoraði.
 
Everton settu svo sitt annað mark í leiknum á 50. mín þegar Arteta átti góða aukaspyrnu inní teyg þar sem Anichebe gerði vel og flikkaði boltanum afturfyrir sig með hausnum í bláhornið og staðan því 2-0. Eflaust héldu sumir að öll 3 stigin væru komin í hús en Stoke voru ekki nema 12 mín að jafna leikinn og var fyrra markið þeirra eftir langt innkast á 54. mín og boltinn barst frá markinu og beint á Olofinjana sem setti hann viðstæðulaust á lofti fast í markið. Seinna markið var svo í ódýrari kanntinum þar sem Stoke áttu aftur innkast (sem var nánast þeirra eina ógn í leiknum) og Jagielka varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark með að ætla að skalla boltann frá markinu en nær ekki betur til hans en að hann flikkaði boltanum afturfyrir sig og yfir Howard í markinu sem var tilbúinn að kýla boltann ef Jagielka hefði ekki skallað hann til baka og var þetta á 62. mín. 
 
Á þessu stigi í leiknum var allt opið en þá ákváðu dómararnir að vera í aðalhlutverki og klóruðu eflaust margir evertonmenn sér í hausnum eftir að Everton fengu aukaspyrnu í stað vítaspyrnu þegar Leon Court leikmaður Stoke setti höndina greinilega í boltann vel inní teyg. Línuvörðurinn flaggaði og Wiley dómari bennti réttilega á vítapunktinn en hinsvegar biður línuvörðurinn/aðstoðardómarinn hann um að ræða við sig og allt í einu breytir Wiley um skoðun og dæmir einungis aukaspyrnu í stað víti sem varð til þess að Moyes varð alveg brjálaður og lét 4. dómara leiksins svo sannarlega vita ósætti sitt sem endaði með því að Moyes var rekinn uppí stúku.
 
Það kom hinsvegar í hlut Tim Cahill að klára leikinn þegar Arteta átti gott horn á 76. mín og Cahill gerði það sem hann getur best allra og það er að koma með frábært hlaup og rétta tímasetningu og skallaði hann boltann frábærlega í netið og staðan því 2-3 fyrir Everton. Alveg ótrúlegt að hugsa til þess að þessi leikmaður er einungis 178 cm á hæð miðað við hvað hann er ótrúlega góður skallamaður og fer ég ekkert ofan af því að hann er besti skallaðurinn í heiminum miðað við hæð.
 
Leikurinn endaði 2-3 fyrir Everton og má segja að þetta hafi verið gríðarlega þýðingarmikill sigur enda lyftu Everton sér frá næstneðsta sæti í það 10 þar sem Everton eru með 6 stig og eru því með jafn mörg stig og 5-9 sætið.
 
Feillaini og Castillo komu báðir fínt útúr þessum leik en sást samt vel að þeir eiga báðir mikið inni enda varla búnir að æfa með liðinu og hvað þá að komast inní tungumálið og leikstílinn hjá liðinu en það mun svo sannarlega koma með tímanum og munu þeir bara verða betri með hverjum leiknum. Einnig er það gríðarlega mikilvægt fyrir liðið að fá Tim Cahill til baka og var hann ótrúlega ferskur miðað við að hafa verið frá í 6 mánuði. Enda segir það sitt um getu þessa leikmanns og mikilvægi að hafa lagt upp eitt og skorað sigurmarkið eftir þessa löngu fjarveru.
 
Núna fer að styttast í Pienaar og þegar hann er kominn til baka verðum við komnir með gríðarlega sterkt byrjunarlið ásamt því að hafa marga góða möguleika á bekknum. Svo það eru bara skemmtilegir og spennandi tímar framundan eftir mjög svartsýna byrjunar og rólegheit í leikmannakaupum þar til á síðustu stundu.
 
Næsti leikur Everton er gegn Standard Liege í UEFA cup fimmtudaginn 18. september og mun hann vera leikinn á Goodison Park og því er það gríðarlega mikilvægt að ná hagstæðum úrslitum á heimavelli. Ég tel það mjög gott hvað þeir stóðu vel í Liverpoolmönnum því að núna vita Everton hvað þeir eiga von á, kannski í stað þess að þeir hefðu komið Everton að óvörum með góðu liði. Ekkert annað en sigur kemur til greina úr fyrri leiknum.
 
Svo hvet ég menn endilega til þess að ræða um leikinn hér að neðan og hvað ykkur fannst jákvætt og neikvætt og hvað má bæta hjá liðinu og hvernig mönnum leist á nýju leikmennina ásamt endukomu Cahill.
 
Áfram Everton!

Comments are closed.