Everton-Standard Liege hittingur!

Ég var að fá skilaboð um að láta alla höfuðborgarbúa vita að nokkrir evertonmenn ætla að mæta á Kebab húsið Grensásvegi 3 til að horfa á leikinn í kvöld. Endilega að mæta á staðinn og ekki gleyma því að skarta einhverju fallega bláu til að ýta undir stuðning og stemmingu.
 
Leikurinn hefst kl 19:05. Endilega látið sjá ykkur enda bara gaman að horfa á þetta saman í hóp. 
 
 Þetta er nánánast skyldusigur í kvöld, enda ef við náum ekki að vinna þá eigum við eftir að fara á griðarlega erfiðann heimavöll Standard Liege svo það verða að nást hagstæð úrslit í kvöld.
 
Áfram Everton

Comments are closed.