
Þá er glugginn lokaður og okkar menn náðu að kaupa John Heitinga áður en glugginn lokaði. John Heitinga er 25 ára gamall varnarmaður sem getur bæði spilað í miðverði og hægri bakverði. Heitinga er fastamaður í Hollenska landsliðinu og þar að auki fyrirliði þeirra. Ég tel þetta mjög góð kaup á mjög litlu verði £6m sem gæti hækkað uppí £7m, miðað við að við seldum Lescott á um 24m pund. Heitinga sem skrifaði undir 5 ára samning við félagið er uppalinn hjá Ajax en hann gekk í raðir Atletico Madrid frá hollenska félaginu.
Sumarið lítur því svona út hjá okkar mönnum:
Inn: Heitinga, Distin, Bilyaletdinov og framhald af lánsamningi á Jo
Út: Lescott, Jacobsen, Valente, Castillo og Van Der Meyde.