Stór mánuður fyrir Everton

Okkur hefur ekki gengið alveg eins og skyldi í síðustu leikjum, en nú er tími til að snúa blaðinu við. Í þessum mánuði eru mjög stórir leikir sem verða að vinnast. Á fimmtudaginn fáum við tækifæri til að hefna ófarana gegn Benfica, þegar þeir koma í heimsókn á Goodison. Næst er leikur við West Ham, þá Man Utd. sem væri mjög ljúft að vinna, Hull og að lokum er stórleikur við erkifjendurnar í Liverpoo. Að mínu mati veltur framtíð Everton á þessu tímabili svolítið á þessum mánuði. Náist hagstæð úrslit í leikjum mánaðarins fer allt upp á við.

 

Þá er komið að slúðrinu um hverja Moyes hefur áhuga á að fá í janúar. Þar er fyrst að nefna Javi Garcia, 22 ára gamall leikmaður Benfica. Ekki tel ég þó líklegt að hann komi til Everton þar sem hann kostaði 7 milljónir punda þegar hann kom frá Real Madrid og er ný búinn að skrifa undir fimm ára samning við Benfica. Væri samt góð viðbót, því er ekki að neita.

Þá er talið að Moyes fari á eftir Gary O´Neil frá Boro, en hann hefur haft augastað á honum í dágóðan tíma. Þá er einnig talað um Chris Eagles frá Burnley. Einnig er byrjað að ræða aftur um að Kim Lallstrom sé í pípunum hjá Moyes, en talið er að það þurfi að borga annsi mikið fyrir hann.

 

Hvað finnst ykkur, eru þetta nógu góðir menn fyrir okkur, eða eigum við að miða hærra? Meiðsli í herbúðum okkar eru áhyggjuefni og nokkuð ljóst er að það þarf að kaupa góða leikmenn í janúar.

Góðar stundir!

Comments are closed.