Hörður Björgvin Magnússon á reynslu

 tekið af fotbolti.net Ungur Framari að nafn Hörður Björgvin Magnússon er nú staddur í Liverpool og verður á reynslu hjá sínu uppáhaldsliði Everton. Hann er 16 ára að aldri og hefur verið að banka á dyrnar í meistaraflokk hjá Fram upp á síðkastið.

Hörður, sem er miðjumaður þykir með efnilegustu leikmönnum sem hafa sprottið upp úr unglingastarfi Framara á síðari árum, en hann er meðal annars fyrirliði U-17 ára landsliðsins.

Gaman væri nú að fá annan íslending í liðið til að fá aðeins meiri tengingu við liðið!   

Comments are closed.