Hvað er að gerast, hverju er um að kenna?

Góðan daginn, þetta tímabil fer ekki alveg nógu vel af stað. Moyes viðurkennir í fjölmiðlum að ein af ástæðunum sé að margir af reyndustu leikmönnum liðsins eiga við meiðsl að stríða. Því miður virðist þetta vera sagan endalausa hjá okkar mönnum. Meiðslalistinn er langur og því miður virðast meiðslin vera þrálát hjá þessum mönnum. Þeir sem eru á meiðslalistanum eru meðal annars Arteta, Jagielka, Yobo, Pienaar og að sjálfsögðu Neville, fleiri eru þarna og er þetta ekki nógu gott.

Þá er nokkuð mikið talað um norskan varnarmann sem að Moyes á að vera mjög hrifinn af og var á óskalista hans í haust. Ég verð að viðurkenna að ég reyndi að finna eitthvað um þennan leikmann en takmarkað fannst. Hann heitir Knut Olav Rindarøy, er 23 ára gamall og spilar fyrir Molde í Noregi. Hann á að baki 3 U21 árs landsleiki og 1 með aðalliði Noregs.

Þá er vonandi að loforð Diniyar Bilyaletdinov verði að veruleika en hann segist vilja skora fleiri mörk fyrir Everton. Okkur veitir ekki af því sérstaklega þar sem Saha virðist dottinn í óstuð.

Meira síðar

Comments are closed.