Slökkt á athugasemdum við Glugginn lokaður

Glugginn lokaður

Komment ekki leyfð

Heitinga Deal Completed

Þá er glugginn lokaður og okkar menn náðu að kaupa John Heitinga áður en glugginn lokaði. John Heitinga er 25 ára gamall varnarmaður sem getur bæði spilað í miðverði og hægri bakverði. Heitinga er fastamaður í Hollenska landsliðinu og þar að auki fyrirliði þeirra. Ég tel þetta mjög góð kaup á mjög litlu verði £6m sem gæti hækkað uppí £7m, miðað við að við seldum Lescott á um 24m pund. Heitinga sem skrifaði undir 5 ára samning við félagið er uppalinn hjá Ajax en hann gekk í raðir Atletico Madrid frá hollenska félaginu.

Sumarið lítur því svona út hjá okkar mönnum:
Inn: Heitinga, Distin, Bilyaletdinov og framhald af lánsamningi á Jo
Út: Lescott, Jacobsen, Valente, Castillo og Van Der Meyde.

Slökkt á athugasemdum við Hörður Björgvin Magnússon á reynslu

Hörður Björgvin Magnússon á reynslu

Komment ekki leyfð
  Ungur Framari að nafn Hörður Björgvin Magnússon er nú staddur í Liverpool og verður á reynslu hjá sínu uppáhaldsliði Everton. Hann er 16 ára að aldri og hefur verið að banka á dyrnar í meistaraflokk hjá Fram upp á síðkastið....
lesa frétt
Slökkt á athugasemdum við Evrópukeppnin

Evrópukeppnin

Komment ekki leyfð
Jæja þá er búið að draga í UEFA Europa League. Við lentum í I riðli ásamt Benfica frá Portúgal, AEK frá Grikklandi og Bate frá Hvíta Rússlandi. Þetta er kannski ekki auðveldasti riðillinn en ætti að vera mögulegt að komast áfram....
lesa frétt
Slökkt á athugasemdum við Sylvain Distin til Everton (Staðfest)!

Sylvain Distin til Everton (Staðfest)!

Komment ekki leyfð
Everton hefur fest kaup á hinum 31. árs gamla miðverði Sylvain Distin frá Porstmouth fyrir óuppgefið verð. Distin sem getur bæði spilað í miðverði og í vinstri bak gerði þriggja ára samning við Everton. Moyes talar um að honum hafi...
lesa frétt
Slökkt á athugasemdum við I´m back

I´m back

Komment ekki leyfð

Sælir félagar, ég er búinn að vera undir radarnum allt of lengi. Ég sá að Elvar var að reyna að fá Tóta til að láta hann hafa aðgang til að setja inn frétti og hvet ég Tóta til þess, en í milli tíðinni reyni ég að láta ykkur vita af því helsta.

DistinaNú er nokkuð ljóst að Sylvain Distin er á leiðinni til okkar. Hann er eins og flestir vita 31. árs varnarmaður, uppfullur af reynslu. Moyes hefur nokkuð góða reynslu af að ná í leikmenn sem eru komnir af léttasta skeiðinu, held að við verðum að treysta stjóranum í þessu. Það lítur út fyrir að Distin muni leika með Everton á sunnudaginn gegn Wigan.

Slökkt á athugasemdum við Diniyar Bilyaletdinov búinn að standast læknisskoðun hjá Everton?

Diniyar Bilyaletdinov búinn að standast læknisskoðun hjá Everton?

Komment ekki leyfð

Diniyar Bilyaletdinov of Lokomotiv Moscow

Samkvæmt The Daily Mail og Daily Post þá er Diniyar Bilyaletdinov búinn að standast læknisskoðun hjá Everton. Einnig segir að hann muni gera 5 ára samning við Everton og eigi bara eftir að fá atvinnuleyfi, sem menn telja að eigi ekki að vera neitt mál þar sem hann hefur verið fastamaður í Rússneska landsliðinu.

Slökkt á athugasemdum við Everton er búið að samþykkja söluverð á Lescott

Everton er búið að samþykkja söluverð á Lescott

Komment ekki leyfð

Everton og Man City hafa komist að samkomulagi um Lescott. Kaupverðið er óuppgefið en netmiðlar telja það vera 24m pund. Það eina sem er eftir er að klára læknisskoðun og skrifa undir samning. Svo að Lescott er farinn.

Græðgin getur farið með margan manninn. Eins og staðan var orðin þá tel ég þetta hafa verið það rétta í stöðunni að selja leikmanninn. Hausinn á Lescott var allt annarstaðar og allt þetta umstang í kringum þetta Lescott drama er búið að skemma byrjun leiktíðarinn fyrir Everton og allan þann undirbúning sem fór fram fyrir tímabilið.

Slökkt á athugasemdum við Saha 1 – Arsenal 6

Saha 1 – Arsenal 6

Komment ekki leyfð
Eftir langt sumar af svekkjandi fréttum af leikmannamarkaðinum kom loks að fyrsta leiknum. Það er greinilegt að liðið var ennþá í sumarfríi því 1-6 á heimavelli eru lélegustu úrslti í 51 ár. En það eru 37 leikir eftir á tímabilinu...
lesa frétt
Slökkt á athugasemdum við Everton vs. Arsenal á Kebabhúsinu

Everton vs. Arsenal á Kebabhúsinu

Komment ekki leyfð
Nú er dagurinn runninn upp, fyrsti leikur tímabilsins og ekki að verri endanum. Everton hefur oft gengið brösulega á móti þeim en sigur í fyrsta leik mundi klárlega gefa tóninn þar sem Arsenal endaði í 4 sæti og Everton 5....
lesa frétt
Slökkt á athugasemdum við Lescott bað formlega um sölu

Lescott bað formlega um sölu

Komment ekki leyfð

Lescott Request Rejected

 Joleon Lescott bað formlega um að verða seldur og hefur Everton neitað honum því. Moyes hefur sagt það og endurtók það að hann ætlaði ekki að selja neinn leikmann. Þar sem leikmaðurinn er bundinn undir samning þá ber honum skylda að vera hjá félaginu nema að félagið vilji selja hann.