
Manuel Fernandes sem er ný kominn að láni til Everton var sjálfur búinn að segja að hann fengi ekki að spila í UEFA cup, en Everton nýttu sér reglugerð þess efnis að það má skrá menn í UEFA cup til 1 febrúar. Í ljósi þess að Everton voru búnir að skrá 24 af þeim 25 sem má skrá í keppnina var pláss fyrir Fernandes á listann.
Ástæða þess að Fernandes átti ekki að fá að spila í UEFA cup var sú að hann var búinn að keppa með Valencia í Meistaradeildinni og hún er hálfgerð undankeppni fyrir UEFA cup eða þ.a.s. liðið sem endar í 3 sæti riðils í Meistardeildinni fer í UEFA cup.En Valencia lennti ekki í 3. sæti riðilsins sem þeir voru í og eru því ekki í UEFA cup og þess vegna gátu Everton nýtt sér þessa reglugerð.
Þetta eru gríðarlega góðar fréttir fyrir okkur Evertonmenn enda er þetta frábær leikmaður sem á án efa eftir að koma sér vel að hafa í UEFA cup.
Georg Haraldsson