Alan Hutton og Steve Sidwell

 Rangersalanhutton

Nú er talað mikið um það í pressunni að Moyes sé á eftir Alan Hutton. Tottenham var búið að fá samþykkt 8 milljóna boð í Hutton en hann neitaði að fara þar sem hann er viss um að Man Utd sé á eftir honum. Nú er bara spurning hvort að Ferguson bjóði í hann og ef ekki kemur boð fljótlega þá eru uppi getgátur að Moyes bjóði í Hutton.

Einnig hefur komið fram að Sidwell hafi hafnað að fara til Sunderland á lánssamning og vonast hann til að annaðhvort Everton eða Portsmouth bjóði í hann.

 Hvað haldið þið er Moyes búinn að fá góðan yfirdrátt á heftið?

16.01.2008/08:54:14      EGJ

Comments are closed.