Dan Gosling er kominn í herbúðir Everton en þessi 17 ára leikmaður er talinn vera mjög upprennandi stjarna. Hann byrjaði feril sinn hjá Plymouth Argyle sem sókndjarfur miðjumaður en hefur fært sig aftar á völlinn eftir því sem hann hefur þróast sem leikmaður. Hann hefur spilað 12 leiki fyrir U17 ára landslið Englands og skorað eitt mark fyrir það. Hann tók þátt fyrir Englands hönd í Evrópukeppni U17 ára landsliða í Belgíu í fyrra þar sem England endaði í öðru sæti. Hann þótti standa sig með miklum ágætum þar. Nú er spurning hvort að Moyes sé að veðja á réttan hest.
15.01.2008/10:28:31
EGJ
Comments are closed.