Andrey Arshavin

Everton og Marseilles eru í kapphlaupi að ná til sín Andrey Arshavin, sem að leikur með Zenit St Petersburg.

Talað er um að settur hafi verið 8 milljóna £ verðmiði á Arshavin og ef að Moyes fær 5 milljóna £ eða meira fyrir McFadden, þá muni hann reyna að ná rússanum til sín.

Upplýsingar um Andrey Arshavin. Hann er fæddur 29. maí 1981 í Leníngrad. Hann byrjaði að leika fyrir varalið Zenit 1999. Hann hefur leikið fjölmarga leiki með aðalliðinu síðan þá og var meðal annars valinn besti leikmaður Rússlands 2006 og einnig sama ár var hann valinn leikmaður rússneska landsliðsins. Hann hefur leikið 267 leiki fyrir aðallið Zenit og skorað í þeim 62 mörk. Heimild tekin af heimasíðu Zenit.

 zen-eve

EGJ

Comments are closed.