Everton unnu Manchester City á Goodison Park í dag 1-0 og eru því komnir í 5. sæti í deildinni með 39 stig. Everton eru með 39 stig ásamt Liverpool, Man City og Aston Villa.
Everton voru tölvuert betri í fyrri hálfleik og var Cahill hreinilega óheppinn að skjóta yfir í opnu skotfæri eftir að hafa skotið sjálfur á undan og fengið boltann aftur en því miður náði hann ekki að hitta markið. Svo voru Everton aftur á ferðinni á 31 mín. þegar Arteta átti frábæra sendingu á Lescott og setti Lescott boltann í gegnum klof Harts í maki City og staðan því 1-0. Leikurinn fór aðins 9% fram á helmingi Everton í fyrri hálfleik svo það sást kannski grant á þeirri tölfræði að Everton voru töluvert meira að sækja.
Svo í seinni hálfleik komu City menn grimmari til leiks og voru að pressa framalega fyrstu 10-15 mín. án þess þó að skapa sér nokkuð, enda var vörnin hjá Everton mjög þétt í dag og fekk Howard bara á sig 1 skot á markið í öllum leiknum. James Vaughan kom svo inná 59 mín. fyrir McFadden og virtist sem barátta hans hafi rifið liðið upp aftur og Everton voru farnir að spila framar á vellinum. Leikurinn endaði 1-0 og með þessum sigri eru Everton farnir að pressa gríðarlega á meistaradeildasætið þar sem þeir eru með jafn mörk stig og Liverpool en með aðins lakari markatölu. Hinsvegar eiga Liverpool 1 leik góða gegn West Ham.
Það var gaman að sjá okkar menn í dag og spiluðu þeir bara mjög fínan bolta á köflum þrátt fyrir að okkur vanntaði marga menn eins og Yakubu, Pienaar, Yobo, Baines(að koma úr meiðslum og kom inná í blálokin), Andy Johnson, Osman og svo okkar nýjasti leikmaður Manuel Fernandes náði ekki að vera með í dag því hann náði ekki að fá leikheimild fyrir leikinn en verður án efa með í næsta leik.
Georg Haraldsson
Comments are closed.