Skyldusigur á Derby í dag með marki frá Leon Osman eftir frábæra sendingu frá Manuel Fernandes. Þetta var þó ekki auðvelt og Derby spilaði bara nokkuð vel í þessum leik, lausir við pressuna þar sem þeir eru þegar fallnir. Enginn Pienaar í dag og tók Fernandes stöðu hans. Mesta athygli vakti að Jagielka var settur á bekkinn og kom Baines inn á í staðinn fyrir hann. Fyrri hálfleikur var slakur og það eina markverða var þegar Yakubu brenndi af fyrir opnu marki. Seinni hálfleikur var öllu skárri þegar Moyes af því er virtist setti Fernandes á kantinn og Osman inn á miðjuna.