Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Loksins smá fréttir frá mér - Everton.is

Loksins smá fréttir frá mér

Tim Howard er mikið í fréttum þessa dagana, hann á möguleika á að slá met Neville Southall frá tímabilinu 95/96, en þá hélt Southall hreinu í 15 leikjum. Einnig þá hafa leikmenn Everton verið að keppast við að hrósa markmanninum knáa.Tim Howard

AJ stendur einnig á tímamótum en hann getur skorað sitt 100 mark í Úrvalsdeildinni í kvöld þegar við mætum Chelsea.

Meiðslin eru enn að hrjá okkar menn og vafi er á hvort Leon Osman og Mikal Arteta verða með í kvöld, aðrir eiga að vera til reiðu.

Allt er brjálað í herbúðum bæði Everton og Chelsea vegna flutnings á leiknum í kvöld, bæði Moyes og Grant hafa mótmælt þessu harkalega, eins og Moyes sagði að þá er greinilegt að SKY hugsar ekki um aðdáendur sem vilja fara á völlinn. Búið var að skipuleggja mótmæli við Goodison Park í dag en lögreglan í Liverpool náði að róa mannskapinn. Þeir sem mæta á völlinn í kvöld, hvort sem það eru Everton aðdáendur eða Chelsea aðdáendur eru hvattir af stuðningsmanna félögum beggja liða að syngja “You Can Stick R*pert M*rdoch Where The Sun Don’t Shine” þegar að lag SKY sjónvarpsstöðvarinnar er spilað í upphafi leiks.

Comments are closed.