Tim Howard er mikið í fréttum þessa dagana, hann á möguleika á að slá met Neville Southall frá tímabilinu 95/96, en þá hélt Southall hreinu í 15 leikjum. Einnig þá hafa leikmenn Everton verið að keppast við að hrósa markmanninum knáa.
AJ stendur einnig á tímamótum en hann getur skorað sitt 100 mark í Úrvalsdeildinni í kvöld þegar við mætum Chelsea.
Meiðslin eru enn að hrjá okkar menn og vafi er á hvort Leon Osman og Mikal Arteta verða með í kvöld, aðrir eiga að vera til reiðu.
Allt er brjálað í herbúðum bæði Everton og Chelsea vegna flutnings á leiknum í kvöld, bæði Moyes og Grant hafa mótmælt þessu harkalega, eins og Moyes sagði að þá er greinilegt að SKY hugsar ekki um aðdáendur sem vilja fara á völlinn. Búið var að skipuleggja mótmæli við Goodison Park í dag en lögreglan í Liverpool náði að róa mannskapinn. Þeir sem mæta á völlinn í kvöld, hvort sem það eru Everton aðdáendur eða Chelsea aðdáendur eru hvattir af stuðningsmanna félögum beggja liða að syngja “You Can Stick R*pert M*rdoch Where The Sun Don’t Shine” þegar að lag SKY sjónvarpsstöðvarinnar er spilað í upphafi leiks.
Comments are closed.