Hvað vilja Everton aðdáendur á Íslandi

Hvað vilja aðdáendur Everton á Íslandi? Ég varpa fram þessari spurningu til ykkar þar sem ég er ekki að fá mikið af viðbrögðum við fréttum/greinum hér. Ég veit að kannski er ég ekki að setja inn nógu ört, en ég heiti því að þar verður breyting á. En ég vil spyrja hvort að það sé eitthvað sérstakt sem að vantar, eitthvað sem er of mikið af eða eitthvað sem má breyta. Endilega látið mig vita af því og þá bæti ég það. Einnig þá megið þið endilega benda mér á fréttavefi sem ég er kannski ekki að taka fréttir af. Kær Everton kveðja, Einar

Comments are closed.