Hitt og þetta.

KenHáværar raddir eru nú uppi þess efnis hvað Bill Kenwright lætur Moyes hafa mikinn pening til að versla fyrir í sumar. Það er öruggt að Moyes fær 8 milljónir punda, en menn telja það langt frá því að vera nóg fyrir lið sem er í toppbaráttu. Það er einnig talað um það að þarna standi að vissu leiti hnífurinn í kúnni í sambandi við nýjan samning Moyes við Everton.

Allt virðist vera í lausu lofti í sambandi við að ná Pienaar endanlega til Everton, Everton hefur til 30. apríl til að nýta sér klausu í lánssamingnum og fá Pienaar fyrir 2,2 milljónir punda. Pienaar hefur sagt að hann muni ekki bíða mikið lengur, hann vill ekki fara til baka til Dortmund og er hann orðinn mjög óþreyjufullur og vill fara að tala þá við önnur lið fyrir 30. apríl. En hann hefur lýst því yfir að Everton sé hans fyrsta val.

Einnig virðist allt vera fast í samningaviðræðum við Manuel Fernandes, Manny segir að ekkert sé rætt við hann um varanlegan samning og er hann líkt og Pienaar orðinn mjög þreyttur á biðinni.

Það sem veldur mestum áhyggjum í herbúðum Everton þessa dagana eru meiðsl Spánverjans Mikel Arteta. Hann virtis vera á góðum batavegi en þá tók sig upp hjá honum miklir kvið og magaverkir, raknir til einhverskonar tognunar. Ólíklegt er að hann spili með Everton gegn Birmingham um helgina.

Everton er nú í deilum við stjórn nígeríska knattspyrnusambandið um það hvort Yobo fær að spila með Nígeríu á Ólympíuleikunum, en Nígería ætlar að kalla til þrjá leikmenn sem eru orðnir 23 ára gamlir. Samkvæmt reglum FIFA þá þurfa félagslið ekki að láta leikmenn á Ólympíuleika.

Að lokum þá virðist sem að Everton sé í kapphlaupi við West Ham, Aston Villa og Tottenham um að ná til sín kjarakaupum ársins, eins og það er kallað í enskum miðlum. En talað er um að þessi lið séu á eftir hinum reynda Willy Sagnol frá Bayern Munchen. Willy er 31. árs gamall og hefur spilað með Bayern síðan árið 2000 og búinn að spila með þeim 179 leiki. Spurning hversu góður kostur hann er fyrir Everton. En talað er um að hann muni einungis kosta 2 milljónir punda.

Þetta var skrifað núna í morgunsárið þar sem ég hélt að ég þyrfti að fara snemma af stað í vinnuna út af mótmælum 🙂

Comments are closed.