Samkvæmt óstaðfestum heimildum Everton.is hefur Everton gengið frá kaupum á Steven Pienaar frá Dortmund.
Þessi 26 ára Suður-Afríkumaður kom, sem kunnugt er, til Everton á láni frá Dortmund fyrir þetta tímabil. Hann hefur staðið mjög vel á tímabilinu og átt stóran þátt í velgengni Everton.
Everton átti samkvæmt lánssamningnum við Dortmund forkaupsrétt á Pienaar og þurfti að nýta sér hann fyrir lok apríl. Kaupverðið er 2.2. milljónir sterlingspunda og talið er að Pienaar hafi skrifað undir 3 ára samning sem færir honum 30.000 pund í vikulaun.
Vonandi fáum við þetta staðfest af forráðamönnum Everton sem allra fyrst því þarna er á ferðinni góður leikmaður á góðu verði.
Comments are closed.