Manny númer 1?

Moyes og FernandesDavid Moyes er víst búinn að koma að máli við Manuel Fernandes og hvetja hann til að sýna úr hverju hann er gerður. Margir hafa sagt að Manny fái ekki betra tækifæri en núna gefst honum til að sanna tilverurétt sinn hjá Everton.

David Moyes er búinn að lýsa því yfir að hann hafi skilað inn kröfum til Bill Kenwright um nýjan samning, nokkuð ljóst er þó að það verður ekki tekin ákvörðun fyrr en í lok tímabils um nýjan samning Moyes.

Mikel Arteta er búinn að biðja David Moyes afsökunnar á framferði umboðsmanns síns. Hann segist vera virkilega ánægður hjá Everton og er sár út í umboðsmanninn að hafa verið með þessar yfirlýsingar, sérstaklega núna þegar að Everton er í hörku baráttu og þarf ekki á einhverjum leiðindum að halda.

Moyes hefur staðfest við enska fjölmiðla að ef hann haldi áfram að stjórna liðinu, að þá verði einhverjar breytingar á leikmannahópnum í sumar. Hann hefur samt sem áður ekkert gefið uppi hverjum hann vill helst ná til sín. En þær raddir verða sífellt háværari að hann vilji ná til sín Kim Kallstrom.

Einnig þá eru þeir Andy Johnson og Victor Anichebe vongóðir um að vera með á morgun gegn Derby.

Comments are closed.