Ekki er nú mikið líf í leikmannamarkaðinum hjá okkar mönnum þessa dagana. Þó hefur Kenwright gefið það opinberlega út að hann útiloki ekki að opna budduna fyrir Moyes. Þetta kemur í kjölfarið á að tilkynnt var að Chang og Everton hefðu gert nýjan samning. Gamli samningurinn hljóðaði upp á 8 milljónir punda á næstu þremur árum sem Everton fær frá Chang en orðrómur er um að honum hafi verið breytt í 15-30 milljónir punda á næstu þremur árum. Þetta er þó ekki staðfest.
Moyes hefur gefið það út að hann vonist til að fá Donovan á láni á sama hátt og á síðasta tímabili. Hann segist vita að Donovan vilji koma aftur til Everton en hann sé þó ekki reiðubúinn að kaupa hann fyrir 11 milljónir punda. Þó segir nýjasta slúðrið að Moyes vilji selja Yakubu fyrir 9 milljónir punda og þá sé hann reiðubúinn að láta þá peninga í Donovan. West Ham eru búnir að bjóða 7 milljónir í Yak en því var hafnað. Talið er að Everton samþykki 9 milljónir fyrir hann.