Everton – Leeds (kl. 20:00)

Mynd: Everton FC.

Everton tekur á móti Leeds í kvöld, á Hill Dickinson leikvanginu, en flautað verður til leiks kl. 20:00. Þeir eru þessa stundina í 16. sæti, aðeins 5 stigum frá fallsæti en okkar menn í 11. sæti. Þetta er lokaleikur 23. umferðar og ljóst er að Leeds mun ólíklega hoppa um einhver sæti með sigri, en vitað að Everton færi upp um þrjú (í 7. sæti) með sigri.

Þær slæmu fréttir bárust á dögunum að Jack Grealish væri frá út tímabilið, eftir að hafa brákað bein í fæti. Það er aldeilis skarð fyrir skildi, en sem betur fer eru afríkumeistarar okkar, Gana og Ndiay, komnir aftur og ættu að vera klárir í leikinn. Þetta er þriðji og þar með síðasti leikurinn sem Keane missir af vegna rauða spjaldsins sem hann hlaut á dögunum og jafnframt er ólíklegt að Coleman eða Branthwaite láti sjá sig. Spurning með Dewsbury-Hall og Alcaraz, held að sá fyrrnefndi hafi hafið æfingar aftur á grasi. Uppfært 19:05: Þeir reyndust svo allir byrja á bekknum, ótrúlegt en satt.

Skilst að hjá Leeds sé Daniel James frá vegna tognunar í læri og hinn sænski, Gabriel Gudmundsson, er tæpur. Þeir eru auk þess komnir með nýjan lánsmann, Facundo Buonanotte (frá Brighton), sem gæti fengið sinn fyrsta leik í kvöld.

Uppstillingin: Pickford, Mykolenko, Tarkowski (fyrirliði), O’Brien, Patterson, Gana, Garner, Ndiaye, Armstrong, McNeil, Barry.

Varamenn: Travers, Aznou, Branthwaite, Coleman, Alcaraz, Röhl, Dibling, Dewsbury-Hall, Beto.

Restin af leikskýrslu kemur síðar. Endilega látið í ykkur heyra í kommentakerfinu.

1 athugasemd

  1. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Skil ekki af hverju Röhl er tekinn úr byrjunarliðinu, hann var mjög góður í síðasta leik og mér finnst að Moyes hefði átt að halda sömu mönnum á miðjunni eftir frábæra frammistöðu gegn Villa, en hvað veit ég svosem. Everton er með betra lið en Leeds og okkar menn eiga að vinna í kvöld, ef allt er eðlilegt.
    Ég vona svo sannarlega að leikmenn Everton mæti klárir í slaginn og staðráðnir í að snúa við blaðinu á heimavelli þar sem gengið hefur verið frekar brösótt síðustu vikur, ef það gerist þá vinnum við.

Leave a Reply