Everton – Portsmouth mörkin
Everton vann góðan 3-1 sigur á Portsmouth í gær, einum af þeim liðum sem eru í baráttu um Evrópusæti í vor. Leikmenn stóðu sig allir með prýði. Mörkin má síðan sjá með því að smella á Lesa meira.
Howard - 6 - Hafði ekki mikið að gera. Erfitt fyrir markmenn að eiga við svona fyrirgjafir eins og þá sem markið kom úr.
Hibbert - 6 - Stóð sig nokkuð vel en átti þó stundum í erfiðleikum með Hemma og Niko Krancjar.
Yobo - 7 - Góður leikur
Jagielka - 7 - Átti góðan leik en ekki eins frábær og í síðustu leikjum. Maður er bara orðinn svo góðu vanur.
Lescott - 7 - Góður leikur
Osman - 8 - Mjög góður. Sérstaklega eftir að Moyes setti hann inn á miðjuna og Neville út á kantinn
Neville - 7 - Spilaði 3 stöður í leiknum og komst vel frá þeim öllum. Hann er góður varnarmiðjumaður og kemur líklega til með að taka við af Carsley þegar hann verður í banni á móti Sunderland
Carsley - 7 - Góður leikur a'la Carsley
Pienaar - 8 - Mjög góður og ég býst við að hann hefði verið enn betri hefði hann ekki verið veikur
Cahill - 8 - Skoraði mark og átti líka mjög góðan leik þegar hann færði sig aftur á miðjuna þegar skipt var yfir í 442 þegar Johnson kom inn á
Yakubu - 9 - Feed the Yak and he will score. Enough said.
Andrew Johnson - 8 - Átti frábæra innkomu. Gjörsamlega breytti leiknum
Anichebe og Baines - 6 - Báðir of stutt inn á til að dæma