Góður sigur gegn Man City

Fiorentina

Everton vann í gær nokkuð sannfærandi sigur á City mönnum 0-2 með mörkum frá Yakubu og Lescott. Man city spiluðu ágætlega framan af leik og pressuðu stíft í fyrra hluta fyrra hálfleiks án þess þó að skapa sér alvöru færi. Það voru semsagt 2 mörk rétt fyrir lok fyrra hálfleiks með stuttu millibili sem kláruðu leikinn.

Evertonmenn áttu að mínum mati réttilegt tilkall til víti þar sem City-menn handléku knöttinn 4 sinnum og þar var Richards 3 af verki, en allt kom fyrir ekki en öruggur 0-2 sigur staðreynd.

Einnig eru komnar tímasetningar á leikinn á móti Fiorentina þar sem fyrri leikurinn verður háður 6 mars á ítalíu og sá seinni 12 mars á Goodison Park og hefjast báðir leikirnir 19:45.

Einnig hefur Dortmund staðfest það að viðræður eiga sér stað um kaup á Steven Pieenar, en hann er falur fyrir 2 milljónir og er að mínum mati vel þess virði enda harðduglegur og vaxandi leikmaður í liði Everton.

Comments are closed.