Nokkrar stuttar fréttir

BK

Stjórnarformaður Everton Bill Kenwright hefur sagts ætla að láta Moyes hafa væna fjársummu til að styrkja liðið ef að það nær að komast í Meistaradeildina á næsta tímabili. Hann hefur talað um að það verði fjármunir sem ekki hafi sést áður hjá Everton.

Anthony Gardner hefur lýst því yfir að hann vonist til að lán hans verði að varanlegum samningi í lok tímabils, hann segist hafa mikinn áhuga á að spila fyrir lið í fremstu víglínu eins og Everton.

Simon Davey, stjóri Barnsley, hefur sent David Moyes miklar þakkir fyrir að hafa ráðið hann á sínum tíma til Preston sem þjálfara. Hann segir að Moyes hafi greitt götur sínar til að ná markmiði sínu að verða knattspyrnustjóri. Einnig hefur hann þakkað honum kærlega fyrir að lána æfingaaðstöðu Everton fyrir leikinn gegn Liverpool. Alltaf gaman þegar okkar menn eiga eitthvað smá í því þegar lið vinna Liverpool.

Ekkert er búið að gefa út um hverjir verði í byrjunarliðinu gegn Brann á fimmtudag.

Comments are closed.