Baines og Arteta

Baines

David Moyes hefur lýst því yfir að hann sjái Leighton Baines sem framtíðarmann hjá Everton. Hann sagðist sjá í Baines, mann, sem eigi eftir að spila mjög marga leiki fyrir Everton. Moyes sagði einnig að Baines væri búinn að vera óheppinn með smávægileg meiðsli, en hann sagðist hafa talað við Leighton og stappað í hann stálinu.

Nokkrar áhyggjur hafa verið í herbúðum Everton vegna nárameiðsla Arteta, óttast var að hann þyrfti að fara í aðgerð vegna þessa. Moyes hefur nú sagt að líklega þurfu Arteta ekki að fara í aðgerð, heldur verði hann að hvíla sig vel. Moyes vonast til að geta teflt Arteta fram um helgina gegn Portsmouth.

Arteta sjálfur sagðist vera búinn að vera að spila með mikinn sársauka í nára og maga síðan í október. Hann segir að það sé erfitt að njóta þess að spila með þennan sársauka, en það þykir honum mjög miður því að hann yfirleitt nýtur þess í botn að spila. Arteta sagði að hann þyrfti að hvíla sig og eflaust væru margir fegnir að hafa tækifæri til að hvíla sig í 8 leikjum, en hann segist ekki geta það, hann vill spila og hjálpa að koma Everton meðal þeirra allra bestu.

Comments are closed.