Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Arsenal vs. Everton — og árshátíð Everton á Íslandi! - Everton.is

Arsenal vs. Everton — og árshátíð Everton á Íslandi!

Mynd: Everton FC.

Lokaleikur 27. umferðar (kl. 14:05) er stórleikur en þá mætir Everton á heimavöll Arsenal. Arsenal hafa verið í fantaformi undanfarið (að Mónakó leiknum undanskildum) því þar á undan unnu þeir átta af síðustu níu leikjum í öllum keppnum (Crystal Palace, Middlesbrough, Leicester, Aston Villa, Brighton, Man City, Stoke og Hull) þannig að það verður á brattann að sækja. Það hefur þó verið mjótt á mununum milli þessara liða undanfarin ár, því fjórir af síðustu fimm leikjum hafa endað með jafntefli en einnig vann Everton Arsenal sannfærandi 3-0 á heimavelli í fyrra.

Það kemur til með að hjálpa okkur að engin ný meiðsli eru í herbúðum Everton og Martinez hefur tvo aukaleikmenn til reiðu frá því að liðið keppti við Young Boys. John Stones hefur tekið út bann sitt eftir rauða spjaldið sem hann fékk og Aaron Lennon er einnig til reiðu eftir að hafa ekki verið gjaldgengur í Europa League leikinn. Osman á að vera heill í leikinn líka en Oviedo, McGeady, Pienaar og Hibbert verða frá og Atsu er veikur.

Mig grunar að Martinez ætli að stilla upp varnarsinnuðu liði í leiknum með okkar hröðustu sóknarmenn til að keyra á Arsenal í skyndisóknum, en þeir hafa sýnt það að þeir eiga undir högg að sækja undir svoleiðis kringumstæðum. Líkleg uppstilling því: Howard, Baines, Jagielka, Stones, Coleman, Barry, McCarthy, Mirallas, Lennon, Barkley, Lukaku.

Hjá Arsenal eru Jack Wilshere, Mikel Arteta og hægri bakvörðurinn Mathieu Debuchy meiddir. Abou Diaby, Aaron Ramsey og Mathieu Flamini eru allir metnir tæpir.

Í lokin er rétt að minna á árshátíð Everton á Íslandi á Akureyri sem haldin verður eftir aðeins tvær vikur. Til að skrá sig þarf að leggja inn 6500 kr. per gest á reikning félagsins (Reikningsnúmer: 331-26-124 kennitala: 5110120660). Við hvetjum ykkur til að bíða ekki með það fram á síðustu stundu því við þurfum að lauslega áætla fjöldann sem mætir og láta veisluþjónustuna vita tímanlega. Endilega millifærið því sem allra fyrst og takið daginn frá á dagatalinu!

Endanleg tala árshátíðargesta liggur ekki fyrir en þess má geta að þegar við sendum út óformlega könnun á mætingu fyrir nokkru þá skráðu sig strax yfir 20 gestir.

Athugið að þau ykkar sem þurfa gistingu þurfa að bóka hótel í síðasta lagi fyrir þriðjudag (sjá hér) því eftir það getum við ekki tryggt ykkur gistingu um helgina.

Það væri gaman að heyra í kommentakerfinu frá þeim sem ætla að mæta (og ekki gleyma að tilgreina fjölda gesta).

5 Athugasemdir

  1. Finnur skrifar:

    Við Halli Örn, Baddi, Trausti (og félagi Halla) erum að plana að keyra norður á föstudeginum og ætlum að sjálfsögðu að fagna með ykkur. Þetta verður magnað og við erum strax farnir að hlakka til!

    Ég var búinn að heyra líka frá Didda, Elvari, Georgi, Alberti Sævars, Einari Gunnari, Tryggva Gunnars, Haraldi Gísla, Halldóri S, Ingvari Bærings, Halli Jóseps og Baldri Jóhanni, sem allir sögðust ætla að mæta — ýmist með eða án gesta. Það stefnir því í fína mætingu og væri gaman að heyra frá *öllum* hér í kommentakerfinu samt með það hver mætir og hversu margir (líka þeim sem ég hef þegar talið upp).

  2. Finnur skrifar:

    Uppstillingin komin:
    http://everton.is/?p=8976

  3. Albert s skrifar:

    Á pantað á hótelinu en verð líklega einn en kemur í ljós fyrir næstu helgi hvort eg verði á landinu

  4. Gunnþór skrifar:

    Eg er klár
    kv Gunnþór

  5. Diddi skrifar:

    ég er klár og 2 miðar hér 🙂