Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Árshátíð á Akureyri 14. mars - Everton.is

Árshátíð á Akureyri 14. mars

Mynd: FBÞ.

Árshátíð Everton á Íslandi fyrir tímabilið 2014/15 verður haldin norðan heiða í þetta skiptið (þann 14. mars) enda var greinilegt á viðbrögðum við óformlegri könnun sem við sendum út að áhuginn var mun meiri en við áttum von á — og er það vel. Stjórnin ætlar því að svara kalli og halda upp á daginn með ykkur en hér að neðan má finna helstu praktísku atriðin varðandi árshátíðina:

Veislan

Náðst hafa samningar við veisluþjónustu og einnig er búið að bóka veislusal á Strandgötu, Akureyri (til móts við Pollinn). Salurinn rúmar 70 manns og boðið verður upp á steikarhlaðborð sem meðal annars inniheldur ofnbakað lambalæri, kalkúnabringu og viðeigandi meðlæti. Í eftirrétt verður boðið upp á súkkulaðitertu með rjóma.

Athugið að enginn bar verður á staðnum en árshátíðargestum er frjálst að mæta með áfenga drykki að eigin vali.

Árshátíðarmiðinn kostar 6500 krónur per gest.

Everton leikur

Að sjálfsögðu komum við til með að horfa saman á leikinn við Newcastle sem á dagskrá er um helgina og verður það auglýst nánar síðar.

Gisting

Stjórnin er einnig búin að leita tilboða í gistingu. Við auglýstum upphaflega tilboð frá Hótel Norðurlandi en þeir gengu á bak orða sinna og sögðu okkur að þeir væru tvíbókaðir þessa helgi. Við leituðum því tilboða frá öðru hóteli og fengum inni á Icelandair hótelinu, á Þingvallastræti 23 (við sundlaug Akureyrar).

Þar er boðið upp á tveggja manna herbergi með morgunmat á 15.000 (7500 kr. mann) og greiðir hver og einn á staðnum við brottför.

Athugið: Panta þarf fyrir 1. mars í gegnum stuðningsmannaklúbbuinn til að nýta tilboðið. Smellið hér til að panta.

Þess má geta að hótelið er með Happy Hour á milli 16-18 á föstudeginum og 16-19 á laugardeginum.

Ef stakir í herbergi óska þess getur stjórn verið innan handa með að reyna að finna herbergisfélaga til að deila kostnaði. Endilega hafið samband: everton.a.islandi (hjá) gmail punktur com. Það væri frábært ef fólk af suðvesturhorninu, sem og annars staðar af landinu, gæti séð sér fært að mæta og fagna með okkur.

Skráning

Þið getið staðfest skráningu með því að millifæra 6500 krónur (per gest) inn á reikning félagsins (331-26-124, kennitala: 5110120660). Við hvetjum ykkur til að bíða ekki með það fram á síðustu stundu því við þurfum að lauslega áætla fjöldann sem mætir og láta veisluþjónustuna vita tímanlega. Endilega millifærið því sem allra fyrst og takið daginn frá á dagatalinu!

17 Athugasemdir

  1. halli skrifar:

    Þetta verður nú eitthvað. Ég er svo tilbúinn í þessa helgi að ég get varla beðið.

    Eins kemur fram hjá hótelinu þá eru þeir í samstarfi við Stjörnusól sem er í sama húsi og bjóða upp á nuddpott og ljósalampa eitthvað svona trít handa okkur fyrir kvöldið.

  2. Finnur skrifar:

    Mikið rétt — þeir veita 20% afslátt hjá Stjörnusól þar sem hægt er að komast í heita potta, gufu og/eða ljós.

    Og já, þetta verður frábært! Vonandi að sem flest ykkar sjái sér fært að mæta.

  3. Elvar Örn skrifar:

    Mæti

  4. Georg skrifar:

    Mæti

  5. Diddi skrifar:

    pantar maður hótelið hjá ykkur ?? Mæti að sjálfsögðu……en konan mín sagði að hún kæmi ekki með nema að Baddi kæmi ??? ég var pínu hissa á því 🙂 Er að hugsa um tveggja manna í tvær nætur 🙂

  6. Halli skrifar:

    Það pantar hver og einn fyrir sig á hótelinu bara að taka fram að það sé Everton árshátíðin

    Leiðrétting: Það þarf að panta gegnum stuðningsmannaklúbbinn til að nýta tilboðið. Sjá hér að ofan.

  7. Gunnþór skrifar:

    Diddi konan mín sagði alveg það sama,þetta verður rosaleg helgi.Diddi mætir Addi Júl ekki líka?

    • Diddi skrifar:

      var að tala við kappann og hann sagðist ekki þora að taka konuna með ef Baddi kæmi 🙂

  8. Diddi skrifar:

    Það væri gaman að sjá félagatal.

    • Diddi skrifar:

      ekkert að tala um að birta það en kannski að senda okkur það með glaðningnum 🙂

  9. Finnur skrifar:

    Nú er komið skráningarform í loftið fyrir hótelgistinguna en hótelið vildi að við klúbburinn héldi utan um það. Kíkið á það:
    https://docs.google.com/forms/d/1Sjvs9zWw60-nNzSFnRabxJ_PJex82JFHZ_vGqpLrNW4/viewform

    Diddi, það er spurning hvort þú (og þið hin, ef einhver) sem hringduð í hótelið, smellið ekki á linkinn og skráið ykkur ekki þar (og takið fram í athugasemdum hvort þau á hótelinu hafi tekið við pöntuninni eða beðið ykkur um að hafa samband við okkur).

  10. albert gunnlaugsson skrifar:

    Mæti. Spurning hvort ég verð einn eða tveir!

  11. Addi skrifar:

    Kemst ekki á àrshàtiðina. Þetta er vinnuhelgi hjà mér því miður. Veit að þið skemmtið ykkur vel félagar.

  12. Elvar Örn skrifar:

    Menn þurfa að mæta á fimmtudaginn seinnipartinn norður og kíkja á fyrri leik Everton í 16 líða úrslitum Evrópudeildarinnar, árshátíð á laugardaginn og líklega Newcastle á sunnudaginn. Hverjir eru annars búnir að bóka sig?