Arsenal – Everton 2-0

Mynd: Everton FC.

Uppstillingin fyrir Arsenal leikinn: Howard, Garbutt, Jagielka, Stones, Coleman, McCarthy, Barry, Besic, Mirallas, Barkley, Lukaku. Varamenn: Robles, Alcaraz, Gibson, Osman, Lennon, Naismith, Kone.

Fín byrjun hjá Everton liðinu sem spiluðu af miklu sjálfstrausti, héldu boltanum vel — svo vel að Arsenal sáu varla boltann fyrstu tíu mínúturnar. Sem er ekki eitthvað sem þeir eiga að venjast á eigin heimavelli.

Everton fékk ágætis tækifæri á 17. mínútu þegar Lukaku stal boltanum af Gabriel, miðverði Arsenal, sem var aftasti varnarmaður þeirra. Lukaku komst einn upp að marki og náði snertingu á boltann og var með því næstum búinn að koma honum framhjá Ospina, markverði Aresnal, sem kom á hlaupinu á móti en sá náði að slengja hendi í boltann. Arsenal stálheppnir að lenda ekki undir þar.

Arsenal menn sátu djúpt á móti okkar mönnum, ótrúlega djúpt. Svolítið undarlegt að sjá hvað þeir vörðust aftarlega á mörgum og leyfðu Everton að halda boltanum og leita að glufum. Þeir voru eiginlega svo djúpir að þegar þeir unnu boltann komust þeir aldrei í skyndisókn því það var enginn frammi til að spila á.

Arsenal fengu þó gott færi á 27. mínútu, þeirra fyrsta færi í leiknum, þegar há fyrirgjöf kom frá vinstri og Giroud náði flottum skalla en rétt framhjá marki. Howard reyndar vel staðsettur til að ná þeim bolta ef hefði farið á mark en spurning hvort hann hefði verið í jafnvægi þó.

Jagielka eyðilagði gott skotfæri hjá þeim inni í teig á 33. mínútu þegar hann henti sér fyrir bolta frá sóknarmanni og varði hann með löppunum.

Hinum megin eyðilagði Gabriel dauðafæri sem Lukaku fékk þegar hann lék á vinstri bakvörð Arsenal og brunaði í skyndisókn upp hægri kantinn. Var kominn einn á móti markverði alveg upp við mark, þegar Gabriel náði að tækla boltann í burtu á síðustu stundu.

Á 38. mínútu fengu Arsenal horn, sendu lágan bolta inn í teig þar sem Giroud tók skotið viðstöðulaust og boltinn í hliðarnetið út við stöng. 1-0 Arsenal. Kannski ekki alveg það sem þeir áttu skilið en það þýðir ekki að hugsa um það.

Cazorla reyndi skot af löngu utan teigs á 43. mínútu en Howard varði yfir mark. Líklega var boltinn þó á leið út af. Í horninu var Besic ekki langt frá því að skalla í eigið net en Howard vel á verði og greip boltann.

Everton byrjuðu seinni hálfleik af ákveðni. Fengu tvær aukaspyrnur á hægri kanti sem Garbutt tók. Fyrri spyrnan sérstaklega góð, hár sveigur á fjærstöng sem enginn náði til og hefði farið í netið ef markvörður hefði ekki verið vel á verði.

Everton fékk nokkur góð færi. Barry átti hjólhestaspyrnu sem fór rétt yfir markið. Ospina kom þeim einnig til bjargar þegar hann átti reflex-save á nærstöng frá Lukaku og aftur þegar Coleman sendi á Lennon sem náði skoti. En inn vildi boltinn ekki.

Arsenal gerðu svo út um leikinn með heppnismarki þegar Rosicky skaut af löngu færi og boltinn í Jagielka sem var nóg til að boltinn fór í jörðina og rétt yfir Howard í markinu. Staðan orðin 2-0 fyrir Arsenal á 89. mínútu og stórt verkefni að ætla að reyna að jafna úr því.

Uppbótartíminn reyndist þó heilar 7 mínútur (vegna meiðsla Arsenal leikmannsins Coquelin fyrr í leiknum sem rakst á Giroud) en ekki hafðist það.

Einkunnir Sky Sports: Howard 5, Garbutt 6, Stones 5, Jagielka 5, Coleman 6, McCarthy 6, Barry 6, Besic 5, Barkley 5, Mirallas 5, Lukaku 5. Varamenn: Gibson 5, Naismith 5, Lennon 6.

23 Athugasemdir

  1. Diddi skrifar:

    af hverju í andsk….. má ekki vera pínulítið hugaður og skipta vængmanni inn fyrir varnarmiðjumann 🙂 pirraður 🙂

  2. Gunnþór skrifar:

    Djöfull erum við ekki með þetta,sést best á skiptingunum hjá þessum liðum örlítil meiri gæði hjá gunners.

  3. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Af hverju er þetta fífl enn við stjórn hjá okkur???
    Ég virkilega hata þetta heimska fífl!!!

  4. Gestur skrifar:

    Sá ekki leikinn en bæ bæ 12 sæti. Everton er að dragast í fall baráttunna ekkert skrítið, Martinez er ekki búinn að skila nema 6 sigrum í deildinni og það er lélegt.
    Hann er ekki að koma liðinu í gang svo það þarf að fara að skipta um stjóra.
    Áfram Everton

  5. Diddi skrifar:

    Martinez á eftir að reynast okkur happafengur !!!! Við megum ekki bugast í mótlætinu, það á að þjappa okkur saman. Við rústum Stoke í vikunni, algjörlega sannfærður um það 🙂

    • Ingvar Bæringsson skrifar:

      Fyrigefðu Diddi, ég er ekki að reyna að vera dónalegur en þú veist vonandi að það er munur á bjartsýni og veruleikafirringu. Við erum ekki að fara að rústa neinum hvorki í næsta leik né nokkrum öðrum leik.

      • Georg skrifar:

        Ég hef allavega fulla trú á okkar liði og stjóra. Við eigum klárlega að vera mun ofar í deildinni og það eru allir sammála um að þetta sé ekki ásættanlegur árangur í deildinni á þessu tímabili. Það er bara gríðarlega lítið sjálfstraust í liðinu í deildinni en allt annar bragur á liðinu í evrópudeildinni og erum við að spila okkar bolta þar. Mjög skrítið að sjá sama lið spila allt öðruvísi í þessum keppnum.

        Martínez náði í fyrra okkar mesta stigafjölda í úrvaldsdeildinni frá upphafi ekki voru menn að vilja hann burt þá! Þrátt fyrir lélegt tímabil í deild þá held ég mig við þá skoðun að hann sé rétti maðurinn í þetta starf. Mér hefur alltaf fundist að þjálafarar eigi að fá tíma í sínu starfi. Hversu oft hafa lið verið að skipta um þjálfara trekk í trekk og það breytir engu.

        Þá hef ég spurningu fyrir þá sem vilja Martínez burt, hvaða þjálfari á að koma í staðinn sem á að rífa liðið meira upp og getur byggt liðið betur upp til framtíðar? Það er ekki nóg að kalla á nýjan stjóra og vera með ekkert annað í hendi.

        Ef við endum um miðja deild og vinnum evrópudeildina þá held ég að menn geti bara verið mjög sáttir við tímabilið. Enda skilar evrópudeildinn meistaradeildarstæti en ekki t.d. 5-8 sæti, það er þó alls ekkert í hendi þar og þurfum við að eiga marga mjög góða leiki og heppni til að klára þann titil.

        Nú er annaðhvort að hengja haus eða klára deildinna með góðum úrslitum og enda um miðja deild. Ég veit allavega að ef liðið hugsar eins og þú Ingvar þá myndum við falla en ég veit að svo er ekki. Það býr svo miklu meira í okkar liði.

        Við erum búnir með flesta erfiðu leikina og eigum eftir programm sem ég tel eitt það léttasta sem nokkuð lið á eftir í deildinni: Stoke Ú, Newcastle H, QPR Ú, Southampton H, Swansea Ú, Burnley H, Man Utd H, Aston Villa Ú, Sunderland H, West Ham Ú og Spurs H.

        Áfram Everton!

        • Diddi skrifar:

          við skulum líka muna að á öðru heila tímabili Moyes enduðum við í 17. sæti, The rest is history 🙂

          • Gestur skrifar:

            Martinez er með miklu betra lið en Moyes var með á sínu öðru tímabili og Everton hafði mörg tímabil það á undan verið að berjast við falldrauginn.

    • Orri skrifar:

      Ég er alveg sammála þér Diddi,við tökum Stoke í næsta leik.Við verðum bara að horfa björtum augum á framtíðina.

  6. Gestur skrifar:

    Hvað er búið að segja það oft og ekki gengið eftir.

  7. Ari G skrifar:

    Ég vill hafa Martinez áfram. Vill samt meiri breytingar á liðinu af hverju notar hann ekki Atsu besti leikmaður Afríkukeppninnar hverju hefur hann að tapa í deildinni. Þurfum að vinna leiki í deildinni til að koma liðinu um miðja deild förum ekki ofar því miður í vor. Liðið hefur verið mjög óheppið með meiðsli ekki gleyma því. Allavega er lágmarkskrafa þeir sem vilji Martinez burt bendi þá á annan til að taka við. Liðið hefur skilað mjög vel í UEFACUP skil ekki að það skilar ekki í deildinni.

    • Gestur skrifar:

      Everton hefur ekkert verið óheppnara með meiðsli en önnur lið. Af hverju þarf það að vera lágmarkskrafa að ég sem vill Martinez burt bendi á einhvern sem getur tekið við. Það eru full af stjórum sem vilja taka við þessu starfi og ekki fór Southampton á taugum þegar þeirra stjóri fór til Tottenham, nei þeir réðu bara annan frábæran í staðinn. Þegar þú lest viðtal við stjórann um að leikmönnunum líði ekki vel á vellinum í deildinni þá er eitthvað og er það ekki stjórans að koma því í lag.
      Hann virðist alveg geldur hvað hægt er að gera nema kannski að varnarmennirnir gefi boltann bara á milli sín og þegar farið er framar á völlinn þá er eins og að leikmennirnir hafi ekki trú á því sem þeir eiga að gera.

      • Finnur skrifar:

        Ah, Koeman. Mjög skemmtilegt dæmi. Koeman sagði í febrúar 2014 að hann myndi hætta með Feyenoord í lok tímabils og Southampton réðu hann með sumrinu. Hann var þá búinn að vinna ýmsa titla með mörgum liðum: hollensku deildina með tveimur liðum (PSV og Ajax) og bikarinn með Ajax, portúgalska SuperCup bikarinn (Benfica) og spænska bikarinn (Valencia). Stór titill í safnið hjá næstum *öllum* liðunum sem hann hafði þá stjórnað.

        Hér var því dæmi um mjög litla áhættu (Southampton urðu hvort eð er að ráða) — og þeir fengu á silfurfati flottan, spennandi og sigursælan stjóra sem vildi svo til að var á lausu á hentugum tíma (þurftu þá ekki að kaupa upp samninginn). Ég veit ekki til þess að það sé maður á sama kaliberi og Koeman á lausu í dag og þeir stjórar sem hafa verið nefndir hér á þessum lista (að neðan) hljóma alls ekki spennandi í mínum eyrum — enginn reynsla úr ensku deildinni og lítill sem enginn árangur. Einn er kominn í hálft starf og er að setjast í helgan stein.

        Liðið okkar er auk þess á krossgötum því það eru ákveðin kynslóðaskipti lykilmanna í gangi (Distin, Howard, Osman, Pienaar, Hibbert — allir að komast á endastöð) og því fylgir *alltaf* ákveðin kvöl — alveg sama hver stjórnar. Að skipta um stjóra gerir ekkert annað en að auka umrótið og er þá ekki á það bætandi.

        Mér finnst athyglisvert að kalla eftir því að reka fólk og vera svo ekki tilbúinn að hugleiða raunveruleikann sem tekur við að því loknu. Góðir stjórar eru einfaldlega ekki á lausu svo gjörla og okkar ástsæli klúbbur má varla við því að vera að kaupa upp samninga hjá öðrum stjórum og um leið leysa núverandi stjóra undan langtímasamningi sem er nýbúið að gera við hann (sem yrði dýrt). Ég held því að það sé alveg ljóst að það er ekki að fara að gerast. Martinez er einfaldlega ekki að fara neitt.

        > Everton hefur ekkert verið óheppnara með meiðsli en önnur lið

        Bíddu… er það? Hér er listi unninn upp úr physioroom.com sem fylgist með og birtir meiðsli leikmanna allra liða:
        http://injuryleague.com/injury-league/
        Ég sé ekki betur en Everton sé þarna í fjórða sæti yfir flest meiðsli liða á tímabilinu þannig að ég einfaldlega kaupi það ekki að menn horfi framhjá meiðslum þegar leitað er ástæðum slæms gengis í ár. Meiðsli eru klárlega einn þáttur þar — af mörgum, vissulega. En það eru fleiri þættir þar líka sem hafa ekkert með það að gera hver er við stjórnvölinn.

        • Orri skrifar:

          Nú held ég að menn ættu að hætta að hugsa um að reka og ráða, snúum okkur að alvöruni það tími sem eftir er að leiktímabilinu. Ég sé ekki að við verðum eitthvað betur sett með því að fara reka Martinez undir lok vetrar, snúum bökum saman öll sem einn og horfum björtum augum á framhaldið, ég sem harður Evertonmaður er bjartsýnn á það sem eftir lifir af tímabilinu.

        • Gestur skrifar:

          Ég get bara ekki tekið undir það að Martinez sé einhver afburðar stjóri. Hann vann jú bikar með Wigan en hann sendi þá líka niður. Meiðslalistinn er áhugaverður , þar held ég að menn eins og Gibson og Koné og Ovideo eiga stóran hlut af þessum meiðslafjölda.

          • Finnur skrifar:

            Ég sé ekki hver hélt fram að hann væri afburðastjóri. Aðeins tíminn á eftir að leiða í ljós hversu langt hann nær og það er reyndar búið að gefa það út að hann fái þann tíma (sbr. langtímasamninginn). Ég hef auk þess ekki séð einn spennandi kost nefndan sem arftaka.

            Hefðu United náð jafn langt ef þeir hefðu rekið Ferguson á þriðja tímabili undir hans stjórn, eins og margir stuðningsmenn kölluðu eftir?

            En hvað um það. Það er mjög takmarkað hvað ég nenni að eyða orku í þetta topic. Hún er betur nýtt í margt annað. Mér hefur auk þess sýnst á einkunnagjöf á þessum þræði sem og öðrum (thumbs up frá lesendum) að þessi skoðun (að reka) hafi mjög lítinn hljómgrunn.

          • Gestur skrifar:

            Ég hélt að hér væri verið að viðra skoðanir og segja hvað okkur mætti betur fara í okkar klúbbi. Ég er ekki að troða mínum skoðunum uppá neinn en það er leiðinlegt að það sé verið að eiða tíma í mann.

          • Finnur skrifar:

            Þér er frjálst að hafa þínar skoðanir alveg eins og mér er frjálst að velja hvaða umræðu ég eyði orku í á netinu. Sé ekki að neinn þurfi að taka það persónulega þó ég hafi takmarkaða lyst á að ræða brottrekstur Martinez. Finnst sú umræða vera tilgangslaus (sé ekki það fara að gerast) og því eini afraksturinn neikvæð áhrif á mórallinn hjá meirihlutanum sem eru á öndverðri skoðun.

            > Ég er ekki að troða mínum skoðunum uppá neinn

            Hmmm… Ég skoðaði síðustu 9 leikskýrslur á everton.is og ég finn bara tvær þar sem hvorki þú né Ingvar kölluðuð á það að Martinez yrði rekinn — eða voruð fúlir yfir því að Martinez næði að sigra því „þá héldi hann starfinu aðeins lengur“.

            Ég hélt í einfeldni minni að við vildum að öllum þeim einstaklingum sem vinna að framgangi klúbbsins okkar gangi vel í sinni vinnu, en látum það liggja milli hluta. Bendi þó á að ég held að allir lesendur viti ykkar skoðun á þessu stjóramáli. Það þarf ekki að útlista hana eftir (nánast) hvern einasta leik… Á einhverjum tímapunkti fara menn að líta svo á að verið sé að troða skoðunum upp á aðra. Veit ekki alveg hvar sá punktur liggur, en þetta er bara svona eitthvað sem vert er að hafa í huga.

            Góða nótt. 🙂

  8. Gunnþór skrifar:

    Ég er sammála Didda vini mínum sem oftar,ekki fara á taugum þó að hlutirnir gangi ekki sem skildi gefum stjóranum og hans teymi tíma til að vinna í hlutunum,þetta season er ónýtt hvort eð er.

  9. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Hver á að taka við?? Bilič, Lucien Favre, Marcus Gisdol, Duncan Ferguson, Alan Stubbs, Michael Laudrup, Lars Lagerbäck svona til að nefna einhverja sem ég er viss um að myndu gera mun betur með þennan mannskap.