Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Aðalfundur Everton klúbbsins á Íslandi - Everton.is

Aðalfundur Everton klúbbsins á Íslandi

Mynd: Everton FC.

Stjórn Everton klúbbsins á Íslandi boðar til aðalfundar laugardaginn 22. september 2012, kl. 10:15. Fundurinn verður haldinn á Ölveri í salnum á ská til móts við innganginn við aðalbarinn (sem kalla má Everton stofuna en þar höfum við verið að hittast reglulega til að horfa á Everton spila). Ölver mun bjóða upp á afslátt á hamborgurum og bjór.

Allir skuldlausir félagsmenn hafa atkvæðis- og tillögurétt á fundinum en fundurinn er opinn öllum Everton stuðningsmönnum (ekki bara skráðum félagsmönnum) og vonumst við eftir því að sjá sem allra flesta.

Dagskrá aðalfundar (skv. 8. grein laga félagsins) verður:

– Kosning fundarstjóra og fundarritara.
– Stjórn leggur fram skýrslu tveggja síðustu starfsára.
– Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga.
– Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga.
– Lagabreytingar, löglega fram bornar.
– Kosning 7 stjórnarmanna til tveggja ára.
– Kosning endurskoðenda.
– Ákvörðun um árgjald.
– Önnur mál.

Til skoðunar á fundinum verður einnig 4. grein lagana (sjá https://everton.is/log) en hún er svohljóðandi:

Um þátttöku og inntökugjöld:

– Inntökugjald og árstillag til félagsins skal ákveðið á aðalfundi þess. Stjórnin má fella niður eða gefa helmings afslátt af gjöldum til yngri félagsmanna en 20 ára.
– Nýir félagsmenn geta sótt um inngöngu í félagið til stjórnar þess.
– Félagsmenn skulu greiða fullt árgjald ef þeir ganga í félagið áður en starfsárið er hálfnað, annars hálft gjald.

Að fundi loknum gerum við okkur glaðan dag og horfum saman á leik Swansea og Everton, sem hefst kl. 11:45. Tökum fram bláu treyjurnar, gerum salinn bláan og tökum fána og slíkt með okkur. Fyrir þá sem ekki mæta á fundinn endilega látið sjá ykkur á leiknum. Það eru bjartir og góðir tímar framundan!

Kveðjur, Stjórnin.

Formaður: Haraldur Anton Haraldsson
Varaformaður: Elvar Birgisson
Gjaldkeri: Hólmar Örn Finnsson
Ritari: Einar Guðberg Jónsson
Meðstjórnandi: Eyþór Hjartarson
Meðstjórnandi: Georg Fannar Haraldsson

12 Athugasemdir

  1. Leifur skrifar:

    Félagar !
    Ferð á Everton – Tottenham 9. des í bígerð.
    Nánar hér og á facebook á næstu klukkutímum.

  2. Finnur skrifar:

    Takk fyrir það, Leifur. Ég skelli þessu með færslunni sem ég set inn í kvöld eða á morgun (upphitun fyrir laugardagsleikinn). Næ því ekki alveg strax — það er hvort eð er töluverður tími til stefnu.

  3. Halli skrifar:

    Vonandi að menn fjölmenni á aðalfund og geri klúbbinn sterkari því að klubburinn verður aldrei sterkari en þeir sem starfa í honum. Það er eitthvað gott að gerast í vetur hjá okkar mönnum.

  4. Gunnþór skrifar:

    líst vel á þetta að funda og hittast aðeins og horfa á leik, mæti.

  5. Finnur skrifar:

    Gaman að heyra. Sjáum þig allt of sjaldan.

  6. Elvar Örn skrifar:

    Ég og Georg komumst líklega ekki, erum bókaðir annað því miður. Mætum ef eitthvað breytist. Gunnþór, hvernig ferðu suður?

  7. Elvar Örn skrifar:

    Já og gleymdi einu, við mætum Leeds í þriðju umferð létt-bikarsins á Elland Road, í seinni hluta september.

  8. Finnur skrifar:

    Elvar: Vonandi breytist það og við náum að sjá ykkur.

    Varðandi Leeds, var að semja fréttina þegar þú settir inn kommentið. Sjá: http://everton.is/?p=2045 🙂

    Athyglisverð fréttin um N’zonzi. Hafði ekki séð þetta áður. Þetta verður meira og meira kreisí eins og alltaf alveg þangað til glugganum er lokað. 🙂

  9. Orri skrifar:

    Ég er bara ekki klár á því hvort ég sé í skuld við Evertonklúbbinn, ef svo er þætti mér vænt um að vita hvar ég á að gera upp.

  10. Finnur skrifar:

    Sæll Orri, ég bar þetta undir formanninn og hann sagði að þú værir skuldlaus. Árgjaldið var ekki rukkað í fyrra og meðan svo er þá er ekki hægt að líta á það sem skuld. Á aðalfundinum verður ákveðin upphæð á árgjaldinu en mér skilst þetta sé endurskoðað á hverjum aðalfundi. Endilega reynum að fjölmenna á fundinn.