Dregið hefur verið í 4. umferð deildarbikarsins en Everton mætir B-deildar liði Leeds á útivelli. Nokkuð er um að úrvalsdeildarlið mætist í þessari umferð en West Ham og Wigan mætast, QPR og Reading, Man United og Newcastle, Man City og Aston Villa og að síðustu West Brom og Liverpool. Leikið verður 26. október.
En þá að öðru. Leifur Garðarsson hafði samband og vildi koma á framfæri að Úrval-Útsýn er að skipuleggja ferð á Goodison Park til að sjá Everton taka á móti Tottenham þann 9. des 2012 (sunnudagur). Flogið er út föstudeginum 7. des og komið heim aftur á mánudeginum 10. des. Verð er 109.900 kr. og er innifalið í því flug til og frá Manchester, akstur til og frá flugvelli erlendis, gisting í 3 nætur á Jury’s Inn í Liverpool (með morgunverði), miði á leikinn og íslensk fararstjórn. Hér gefst frábært tækifæri að sjá okkar menn í toppleik sem væntanlega mæta landsliðsmanni okkar Gylfa, sem allir þekkja. Ekki er verra að gist er á ágætis hóteli nálægt verslunarkjarna þannig að hægt er að redda jólaversluninni í leiðinni. Það er takmarkað sætaframboð en nánari upplýsingar má finna hér (pdf).
Í hönd fara nú tveir síðustu dagar félagaskiptagluggans enska, en það er tímabil taugatitrings víða um heim þar sem stuðningsmenn liða bíða í ofvæni eftir fréttum af leikmannaskiptum. Missir liðið bestu leikmennina eða nær það vinna kapphlaupið við tímann og styrkja sig áður en „glugginn“ lokar? Þessi félagaskiptagluggi hefur reynst Everton ágætlega, það sem af er allavega, en við höfum enn sem komið er náð að halda okkar öllum bestu mönnum frá síðasta leiktímabili, selja tvo sem voru á jaðrinum á aðalliðinu (Cahill og Rodwell plús ungliða) fyrir mun meiri pening en maður átti von á. Í staðinn fengum við Pienaar, Naismith og Mirallas, sem hafa komið með góða innspýtingu inn í liðið en Mirallas, til dæmis, átti stóran þátt í fjórum af fimm mörkum Everton í gær (sjá lengri útdrátt úr leiknum) og lofar mjög góðu.
Moyes segist heldur ekki vera hættur en hann vill bæta einum til tveimur leikmönnum við hópinn. Mikið er rætt um að Bryan Oviedo (varnarmaður og landsliðsmaður Costa Rica sem leikur með FC Köbenhavn) sé á leiðinni, en vefsíða danska félagsins staðfesti að tilboð frá Everton hefði borist. Hann getur leikið bæði vinstri bakvörð og á miðjunni og getur því leyst Baines af þegar þarf.
Einnig mun Everton hafa gert 250þ punda tilboð í 17 ára ungliðann Matthew Kennedy sem leikur með Kilmarnock, en stjóri Kilmarnock rauk í blöðin og sagði tilboðið allt of lágt.
En að enn öðru… Það var ekki bara aðalliði Everton sem gekk vel í gær heldur stóð kvennalið Everton sig líka vel á sama tíma en þær mættu Liverpool á útivelli og lentu marki undir en náðu að skora tvö og vinna leikinn. Flott hjá þeim — aldrei leiðinlegt að vinna Liverpool.
Einnig er rétt að geta þess að Jagielka og Baines voru valdir í hóp ensku landsliðsmanna sem mæta Moldavíu og Úkraínu í annarri viku septembermánaðar í undankeppni heimsmeistaramótsins.
Í lokin má svo geta þess að BBC tók saman hversu mikið Úrvalsdeildarliðin hafa spreðað í leikmenn síðan félagaskiptaglugginn var tekinn upp árið 2003. Það er skemmst frá því að segja að Everton er þar í 10. sæti með 129M punda, öllu lægri upphæð en finna má meiri eyðsluklær sem enduðu fyrir neðan Everton á síðasta tímabili (til dæmis Sunderland með 187M, Aston Villa með 201M og að sjálfsögðu Liverpool með upphæð sem fer bráðum að nálgast hálfan milljarð, eða 414M, en þeir eru í þriðja sæti þeirrar töflu). Það kemur kannski ekki á óvart að Chelsea og Man City eru mestu eyðsluklærnar (Chelsea með 673M og Man City með 572M).
Bryan Oviedo á leið til Everton, sjá official síðu.
http://www.evertonfc.com/news/archive/2012/08/31/oviedo-fee-agreed
Hann kemur frá FC kaupmannahöfn og er 22 ára Costa Rica búi sem spilar vinstri bakvörð og vinstri að best ég veit. Eitthvað var verið að tala um 5 milljónir punda í gær en hann á bara 1 ár eftir að samning minnir mig og líklegra er að upphæðin sé eilítið minni.
Hann er á leið í læknisskoðun og semja um kjör.
Það koma tveir til Everton í dag, alveg viss.
Já og Everton voru að reyna að fá Mikael Essien til okkar amk að láni í 1 ár en það virðist ekki hafa gengið upp.
Noh! Ég skelli þessu inn. 🙂
(sjá forsíðu)
„[…] en stjóri Kilmarnock rauk í blöðin og sagði tilboðið allt of lágt.“
Ég gæti séð fyrir mér efni í grein frá The Onion:
„Outraged Trabant-owner finds low offer offensive“.