Burnley – Everton

Mynd: Everton FC.

Í 18. umferð mætir Everton í heimsókn á Turf Moor leikvanginn til að mæta Burnley. David Moyes sagði fyrir leikinn að hann byggist við því að hópurinn væri óbreyttur frá síðasta leik, sem þýðir að Dewsbury-Hall missir einnig af þessum leik, sem og Branthwaite og Seamus Coleman, en Gana og Ndiaye eru frá vegna Afríkukeppninnar. Það kom hins vegar í ljós að Grealish væri ekki partur af hóp í dag vegna veikinda, þannig að Dibling kemur inn í byrjunarliðið fyrir hann.

Hjá Burnley var beðið eftir fréttum af Maxime Esteve, sem hefur verið lykilmaður í vörn Burnley, en hann reyndist ekki nægilega góður af meiðslum fyrir þennan leik. Auk þess eru þrír leikmenn frá vegna Afríkukeppninnar: Axel Tuanzebe (annar miðvörður), Lyle Foster (sóknarmaður) og Hannibal Mejbri (miðjumaður).

Burnley eru eins og stendur í næst-neðsta sæti deildar með 11 stig en þeir náðu jafntefli í síðasta leik, sem endaði þar með sjö leikja taphrinu hjá þeim.

Uppstillingin: Pickford, Mykolenko, Keane, Tarkowski (fyrirliði), O’Brien, Iroegbunam, Garner, McNeil, Alcaraz, Dibling, Beto.

Varamenn: Travers, King, Aznou, Patterson, Welch, Campbell, Röhl, Barry.

Það má glögglega sjá á varamannabekknum að hópurinn hjá Everton er orðinn ansi þunnur, en á bekknum eru tveir markverðir, tveir kjúklingar, og að auki eitt autt sæti. Röhl og Barry þeir einu sem hafa fengið einhverjar mínútur á tímabilinu.

Ritari er frá vegna anna í þessum leik en verið er að leita að eftirmanni til að skrifa skýrsluna.

Skýrslan kemur því vonandi síðar. Endilega látið í ykkur heyra í kommentakerfinu!

4 Athugasemdir

  1. Orri skrifar:

    Ég skil ekki þegar er talað um kjúklinga þessir drengir eru leikmenn Everton hvort sem þeir eru 17 ára eða 39 ára,ég kann ekki vel við þetta.

    • Ari S skrifar:

      Sammála þér Orri. Leiðust þetta tal um kjúklinga, veit þó alveg hvað við er átt. EN……. Welch er 22ja ára og Campbell 21 árs þannig að þeir eru bara ekki lengur kjúklingar haha

  2. Eirikur skrifar:

    Okkur vantar skapandi leikmann og einhvern með markanef. Á ekki von á nema 1 stigi í dag.

    • Ari S skrifar:

      Það hefði nú verið sniðugt að pósta þessu fyrir leikinn en ekki eftir leikinn

Leave a Reply to Ari S