Mynd: Everton FC.
Everton tekur á móti Swansea á sunnudaginn í 16 liða úrslitum FA bikarsins en flautað verður til leiks kl. 13:30. Þessi tvö lið hafa 18 sinnum frá upphafi leitt hesta sína saman en Everton hefur aldrei tapað í þeim viðureignum og eins gott að það breytist ekki um helgina. Klúbburinn rifjaði í tilefni leiksins upp sigurleik gegn Swansea árið 2012 á útivelli sem fór 1-2 (sjá vídeó) fyrir Everton.
Það er alltaf leiðinlegt þegar leikjum er frestað — eins og gegn Crystal Palace –, sérstaklega þegar svo stutt er í leik en þetta gefur okkar mönnum auka hvíld fyrir bikarleikinn gegn Swansea, sem er sérstaklega kærkomið fyrir þá sem hafa verið tæpir að ná leikjum undanfarið (Barkley, Deulofeu, Traore, Alcaraz og Lukaku). Þessi frestun var þó ekki sérstaklega hentug fyrir Ric Wee sem flaug alla leið frá Malasíu til að horfa á Everton með eigin augum í fyrsta skipti.
Klúbburinn sýndi þó enn á ný að Everton er klúbbur fólksins en þeir buðu honum baksviðs að hitta Roberto Martinez sem og Leighton Baines (sem er í miklu uppáhaldi Ric), sem verður að teljast ákveðin sárabót. Vel gert hjá klúbbnum sem brást skjótt við og gerði vel í að breyta mjög svo leiðinlegu atviki í jákvæða upplifun. Ric ætlaði að reyna aftur að sjá Everton spila áður en langt um líður.
Nokkuð hefur verið rætt um framtíð Deulofeu en upphaflega var aðeins talað um eitt tímabil að láni. Síðustu fregnir herma þó að allar líkur séu á að hann verði áfram hjá Everton að láni á næsta tímabili. Gareth Barry og Roberto Martinez hafa jafnframt báðir látið hafa eftir sér að þeir hafi áhuga á að halda samstarfi sínu áfram þegar lánssamningi þess fyrrnefnda lýkur.
Af leikmönnum er það að fréttta að Traore er orðinn heill af sínum meiðslum en Alcaraz og Lukaku vantar enn eitthvað upp á. Líkleg uppstilling gegn Swansea: Howard, Baines, Distin, Jagielka, Coleman. Barry og McCarthy á miðjunni. Pienaar og McGeady á köntunum, Osman/Barkley í holunni fyrir aftan líklega Mirallas frekar en Naismith.
Í öðrum fréttum er það helst að þú getur núna sett mark þitt á Goodison Park með granítkaupum en það er ekki oft sem svona tækifæri gefst! 🙂
Af ungliðunum er það að frétta að Everton U18 unnu Marine AFC á útivelli 1-2 (sjá vídeó) með mörkum frá Calum Dyson og George Newell (syni Mike Newell sem lék með Everton).
Flott samantekt að venju hjá þér Finnur og verð ég bara að þakka þér fyrir framlag þitt til þessarar síðu og til Everton klúbbsins á Íslandi.
Það var gaman að hitta ykkur liðna helgi á Ölveri en ég hefði klárlega viljað sjá fleiri félaga þarna og klárlega hefði lokastaðan átt að vera önnur miðað við færi og frammistöðu.
Spurning er hvort menn eigi ekki að stefna á síðveturs-hitting í borginni og fá menn til að koma saman fyrir sumarið.
Einnig er það mjög spennandi að hittast norðan heiða en það hefur einmitt verið verið gert fyrir ekki svo löngu síðan og mætingin var frábær.
Mæli með að menn skipuleggji fleiri hittinga (ekki bara í Reykjavík) yfir leiktíðina til að ná hópnum enn betur saman.
Það væri einnig gaman að kynna og auglýsa hér þær færðir sem menn eru að stefna að til Evertonborgar 🙂
Nú er bara um að gera að taka þennan FA bikar og komast í Evrópukeppnina amk og jú helst í Meistaradeildina þó það sé nokkuð í að það takmark náist.
Ég tek undir það sem að Georg bendir á að eftir leikinn gegn Chelsea á brúnni þá gefa leikirnir þar á eftir fulla ástæðu til bjartsýni enda prógrammið ekki svo erfitt ef svo má að orði komast. Það skal enginn segja mér að liðin sem eru í fjórum efstu sætunum nú muni ekki hiksta, við treystum á það nú.
Eigum við ekki að segja bara 2-0 þar sem Mirallas skorar aftur með rugl flottu marki og Traore kemur inná og setur eitt skallamark.
Klárum Swansea á Sunnudaginn og ræðum svo framhaldið.
Spái 3:1 sigri Everton. Vonandi verður Naismith á bekknum. Vill láta Barkley byrja og bíða með Osman. Sammála að hafa Mirallas einan frammí og svo ekki spara Traore í seinni hálfleik þurfum að koma honum í gang. Ég er ekki lengur bjartsýnn að Everton nái 4 sætinu kannski er það bara best þannig þegar maður býst ekki við því kemur það óvænt í restina.
Væri alveg týpískt að fyrsta tapið kæmi á morgun. Spái 1-2 fyrir Swansea 🙁
2-0 fyrir okkur og McGeady og Mirallas með mörkin 🙂
Við spilum til sigurs í þessum leik,það kemur ekki annað til greina.3-1 fyrir okkur og málið dautt.
2-1 Traore og Pienaar góða skemmtun á Ölver
Takk fyrir það, Elvar. Það hefur verið rætt að hafa hitting fyrir norðan og það er áhugi fyrir því en ekki búið að skipuleggja neitt í þeim efnum. Ég er hins vegar að vona að geta auglýst Goodison ferðina í vikunni. Sjáum hvað setur.
Það eru þrjátíu og eitt ár síðan Swansea skoruðu síðast á Goodison Park. Spá 1-0 sigri. Baines með markið.
Traore byrjar frammi. Sjá nánar: http://everton.is/?p=6822