James McCarthy kynntur

Mynd: Everton FC.

James McCarthy er þriðji og síðasti sem við kynnum til sögunnar úr þessum glugga (sjá fyrri kynningar á Gareth Barry og Romelu Lukaku hér).

James er 22 ára miðjumaður sem er fæddur og uppalinn í Skotlandi og reyndi ungur að árum að komast á mála hjá Celtic en var hafnað þar sem þeir voru komnir með of marga ungliða á skrá. Hann hóf því ferilinn hjá Hamilton Academical þar sem hann varð yngsti maðurinn í sögu Hamilton til að skora (í bikarleik gegn Livingston). Hann átti þátt í að þeir komust upp í Úrvalsdeildina skosku og var valinn skoski ungliði ársins 2008/09 tímabilið. Mörg bresk lið voru á höttunum á eftir honum, m.a. Celtic, Tottenham, Wolves, Chelsea og Liverpool (McCarthy hafnaði að ganga til liðs við þá). Hann valdi Wigan vegna loforðs Roberto Martinez, þáverandi stjóra Wigan, um að hann fengi að spila með aðalliðinu og skrifaði undir 5 ára samning hjá Wigan árið 2009 eftir að hafa verið keyptur fyrir allt að 3M punda (háð frammistöðu). McCarthy skoraði sitt fyrsta mark fyrir Wigan í sínum fyrsta deildarleik með þeim, í 2-0 sigurleik gegn Wolves. Hann skrifaði svo undir nýjan 5 ára samning við Wigan árið 2011 og vann FA bikarinn með Wigan í fyrra, eins og frægt er orðið. McCarthy er að sjálfsögðu landsliðsmaður, en hann valdi ungur að spila með írska landsliðinu þó hann hefði fæðst í Skotlandi og hann hefur leikið með U17 ára liði írska landsliðsins, U18, U19, U21 og er nú leikmaður A landsliðs þeirra.

Executioner’s Bong birtu greiningu sína á þeim félögum, McCarthy og Barry (aðallega þeim fyrrnefnda), og margt athyglisvert sem fram kom þar. Meðal annars: McCarthy les leikina afskaplega vel og þó hann sé ekki besti tæklarinn í deildinni þá hefur hann góða tilfinningu fyrir því sem andstæðingurinn ætlar að gera og getur verið mættur á réttan stað til að komast inn í sendingar. Hann er líklegur til að spila við hlið manns sem er góður í að brjóta niður sóknir andstæðinganna, sem líklega gæti orðið Barry, sem var áður miðvörður, og nýtur sín vel fyrir framan vörnina. Annar er jafnframt örvfættur (Barry) en hinn réttfættur (McCarthy) þannig að þar er ákveðið jafnvægi.

Styrkleikar McCarthy eru mest sýnilegir þegar hann er með boltann því þar er hann meðal top 10% miðjumanna í Úrvalsdeildinni, í 8. sæti á lista yfir þá sem áttu flestar sendingar per leik (ofar en allir leikmenn Everton), 12. sæti fyrir nákvæmni sendinga og 10. sæti fyrir nákvæmni langra sendinga. Bæði Barry og McCarthy eru með betri tölfræði í sendingum en Osman, Gibson (og Fellaini var) en styrkur McCarthy liggur helst í því að geta sent nákvæmar langar sendingar. Þegar hann reynir það heppnast um 77% sendinga en okkar bestu menn hingað til voru Gibson (64%) og Jagielka (58%). Þetta ætti að vera lykilatriði í góðu flæði boltans milli kanta og mögulega fram völlinn til kantmanna (wingbacks), sem hefur verið eitt aðalsmerki Everton undanfarið.

Martinez hafði þetta um McCarthy að segja: „There aren’t many midfielders who are as complete. The maturity and composure he has on the pitch is rare. I think technically, it’s difficult to find a better player. You saw a more eye-catching display against QPR (where he scored twice) on the ball and when he drove forward it was impressive. At 22 to have the tactical awareness that he has, he can play in any team in the world – and he will do one day.  James knows he needs another period of improvement, but from a technical point of view he can play in any team in the world and he will do one day“

Hér að ofan sést framlag hans til leiks Wigan gegn Man United en á móti meisturunum tók það hann að meðaltali aðeins 1.13 snertingar að ná sendingu, sem var betra en hjá Michael Carrick í sama leik (1.20). Gibson tók 1.45 snertingar í leik okkar við United og Osman 1.73. Gibson hafði það þó framyfir McCarthy að sendingar hans eru meira framávið (70%) en McCarthy er með svipaða tölfræði þar og Osman (49% vs. 52%). Þrátt fyrir þetta skapaði McCarthy fleiri færi (36) en bæði Osman og Gibson og þar er hann á pari við Michael Carrick (til samanburðar) en Carrick skapaði aðeins einu færi fleira en McCarthy á síðasta tímabili.

Veikleikar McCarthy eru helst þeir að hann þarf að vera meira skapandi og ná að stjórna leiknum meira en hann gerir og mætti fara oftar framávið en hann hefur litið vel út þegar hann hefur reynt það, eins og Martinez kom inn á. Hann er ungur enn og á eftir að vaxa mikið. EB enduðu greiningu sína á því að segja „[McCarthy] is a class player with two good feet, balance and a great range of passing, is good at retaining possession and building attacks from the back, driving forward and is tactically spot on. He’s also physically in top shape, has no documented booze or mdma habits, reduces the average age of the squad and wages wise what he would command is manageable. His weak point is in the tackle, as well as an inability to express himself fully, which I guess would come with age and with the correct management.“

McCarthy sagðist í viðtali vera himinlifandi að vera kominn til Everton og bætti við: „Þegar ég vissi af áhuga Everton var ekki aftur snúið — ég vildi ekkert annað en að koma og reyna að festa mig í sessi í aðalliðinu“. Hann sagði jafnframt að þetta væri no-brainer val fyrir sig og að Martinez hefði verið stór þáttur í ákvörðuninni þó ekki sé tryggt að hann verði fastamaður strax.

Velkominn til liðs við Everton, McCarthy!

Í lokin má geta þess að ég rakst á flotta grein frá Guardian um rússíbanann sem við upplifðum undir lok gluggans. Skemmtileg lesning.

15 Athugasemdir

 1. Georg skrifar:

  Eftir að hafa horft á klippuna hér að ofan vs man utd þá sér maður hvað hann er fljótur að koma boltanum frá sér og er ekki að hanga á boltanum að óþörfu og var með 3 misheppnaðar sendingar í þessum leik ef ég man rétt sem er mjög gott, örugglega í kringum 90% heppnaðar sendinga. Það sem mér hefur fundist vanta hjá okkur í byrjun leiktíðar er meiri hraði í spilið þar sem við höfum verið of mikið að hægja á okkur, líta til hliðar og senda og þegar við komumst upp völlinn er andstæðingurinn kominn með allt liðið í vörn. Ég held að þetta sé bara mjög spennandi leikmaður sem hefur alla burði í að vera mjög góður. Martínez þekkir hann manna best og veit nákvæmlega hvað hann er að fá út úr honum og nákvæmlega hvað McCarthy þarf að gera til að bæta sinn leik. 13m punda er vissulega mikill peningur en 15m pund voru líka mikill peningur fyrir aftursækinn miðjumann sem enginn þekkti árið 2008. Mér finnst mjög findið að lesa að menn eru sumir búinir að ákveða að hann sé ekki nógu góður fyrir Everton og að hann sé peningasóun. Eigum við ekki að leyfa honum að sýna hvað hann getur á vellinum áður en við dæmum hann? Það á líka eflaust eftir að hjálpa McCarthy að núna er hann með betri leikmenn í kringum sig sem hefur klárlega áhrif á alla tölfræði.

  Eins og ég hef komið inn á áður þá er ég mjög sáttur með þá 7 leikmenn sem við fengum í sumar og tel ég okkur vera með bæði betri hóp og meiri breidd eftir þennan glugga heldur en fyrir gluggann.

 2. Halli skrifar:

  Ég er sammála Georg að breiddin í hópnum er meiri en á undanförnum árum. Nú þarf þessi ungi drengur að standa undir því að vera næst dýrasti leikmaður Everton frá upphafi og vonandi nær hann því. Ég hef ekki séð næginlega mikið til hans til að meta hæfileika hans en vonast eftir miklu frá honum vertu velkominn.

 3. Ari S skrifar:

  Ég var að hugsa um tilboðið sem Everton (Martinez og Kenwright) átti að hafa gert í Fernando. Leikmann sem ég hef aldrei heyrt um.

  Auðvitað þarf það ekki (að Ég hafi ekki heyrt um hann hehe) að þýða að hann sé lélegur leikmaður, þvert á móti en ég var að hugsa hvort að þetta hafi ekki verið fyrirsláttur…

  Kannski bara hluti af því að ýta á Dave Whelan að selja MaCarthy til okkar….. en „allir“ eru að tala um að þeir tveir (Martinez og Kenwright) hafi gert flottustu viðskiptin á félagaskiptagluggalokadeginum?

  Allavega er ég mun ánægðari að Everton skuli hafa verslað MaCarthy fyrir svipaða upphæð og Fernando var metinn á. Brassa stimpillinn er alltof hár þessaa dagana held ég.

 4. Finnur skrifar:

  Það er erfitt að segja, Ari. Það er möguleg skýring — þó mér finnist örlítið líklegra að þeir hafi farið af stað með tvær sendinefndir, eina til að ganga frá atvinnuleyfi til að vera með það tilbúið þegar hin er búin að semja við Porto. Erfitt að segja.

  En já, það kom mér á óvart hvað hlutlausir hafa verið jákvæðir í garð gluggans fyrir hönd Everton.

 5. Finnur skrifar:

  … glugginn var góður — ég er ekki að segja annað. Bara skrýtið að missa Fellaini og samt sjá alla þessa jákvæðni.

 6. albert gunnlaugsson skrifar:

  Verst að geta ekki haft fleir en 11 menn inná 😀

 7. Georg skrifar:

  Til að gefa aðeins til kynna hvað við erum með fína breidd, þá er ég að taka comment af everton forum (blueroom). Hérna sýnir hann fram á að við höfum 2 menn í allar stöður sem er mjög gott. Þetta eru bara bæði mjög sterk lið. Ég ætla að ekki að dæma um þessar 11 fyrstu en það verður klárlega mismunandi eftir hverjum við mætum hvaða leikkerfi og byrjunarlið hentar best. Það sem er áhugavert við þessa 22 leikmenn er að þetta eru allt leikmenn sem geta spilað með aðalliðinu.

  Hér er commentið góða:

  „You might be aware I like to publish our first eleven with a back up eleven, this is what Mourinho likes to do with his squads working with a 22 strong squad.

  Howard
  Coleman
  Jagielka
  Distin
  Baines
  McCarthy
  Barry
  Mirallas
  Pienaar
  Barkley
  Lukaku

  Joel
  Stones
  Heitinga
  Alcarez
  Oviedo
  Osman
  Gibson
  Naismith
  Deulofeu
  Kone
  Jelavic“

 8. Georg skrifar:

  Hann kemur ekki fyrir Hibbert, Vellios og Gueye inn í þessi 2 lið (hef reyndar enga trú á Gueye). Þannig að mínu viti erum við með 24 flotta aðalliðsmenn.

  • Halli skrifar:

   Þetta er orðinn flottur hópur sem liðið hefur úr að spila

 9. Hólmar skrifar:

  Skandall hjá þessum gaur að setja ekki Hibbert í lið!

 10. Hólmar skrifar:

  Sportdirectnews telur lánið á Lukaku bestu viðskipti gluggans. Gaman að þessu. http://www.433.is/frettir/england/fimm-bestu-kaupin-i-ensku-urvalsdeildinni/

 11. Hólmar skrifar:

  Kannski betri fræðileg vinnubrögð að vísa í upprunalegu heimildina. http://www.sportsdirectnews.com/premier-league/31748-sdn-s-top-5-summer-signings.php

 12. Finnur skrifar:

  Þú reddaðir þér fyrir horn í þetta skiptið, Hólmar, en við höfum auga með þér í framtíðinni.

 13. Ari S skrifar:

  Þarna er einmitt týpiskur Hibbert vinur okkar, ekki valinn í 22ja manna hóp en er samt alltaf tilbúinn þegar hann er valinn í lið, klikkar aldrei og fer aldrei í fýlu 🙂

  þetta er snillingur 😉

 14. Elvar Örn skrifar:

  Fyndið: