Everton – Brentford 1-0

Mynd: Everton FC.

Örstutt yfirlit (ritari á ferðalagi en varamaður með skýrsluna). Það er Brentford í dag og mér sýnist eitt jafntefli úr næstu leikjum dugi til að gulltrygja veru í úrvalsdeildinni að ári.

Uppstillingin: Pickford, Godfrey, Branthwaite, Tarkowski (fyrirliði), Young, Gana, McNeil, Garner, Harrison, Doucouré, Chermiti.

Varamenn: Virigina, Lonergan, Keane, Onana, Gomes, Warrington, Metcalfe, Danjuma. 

Haraldur formaður sá um skýrsluna í dag og við kunnum honum bestu þakkir fyrir. Ritari biðst líka afsökunar á því hvað skýrslan kemur seint inn – það skrifast á ritara, ekki Halla. Gefum honum orðið:

Jæja nú þurfa menn að gíra sig rétt og ná í 3 stig í dag og segja alveg skilið við fallbaráttuna.  Það getur verið erfitt að ná sér niður eftir svona frábæran sigur eins og á móti Liverpool á miðvikudaginn.

Það hefði verið gaman að sjá landsliðsmarkmann okkar Íslendinga Hákon Valdimarsson spila þennan leik en er í fyrsta sinn í hóp hjá Brentford en situr á spítunni.

Eftir þreifinar í byrjun þá var Everton að hreinsa frá marki og boltinn í Doucoure og VAR tékk sagði ekki víti. Í sókn strax í kjölfarið áttum við sendingu fyrir og MacNeil með skot eða sendingu fyrir aftur og Chermiti hársbreidd frá að pota boltanum inn.

Brentford liðið heldur líflegra fyrstu 15 mín en alls ekki hættulegir. Á 20 mín fær Brentford dauðafæri en við hreinsum í horn og erum í nauðvörn eftir hornið en sleppum með þetta.

Ég hef oft horft á skemmtilegi fótboltaleiki. Þegar hálftími nálgast fáum við hornspyrnu sem ekkert kemur út úr. Jæja, þetta hefur verið heldur betra síðustu mínúturnar og erum að sækja betur og koma okkur í stöður. Erum að fá horn eftir ágætlega útfærða sókn og skot frá Harrison. En því miður kemur ekkert út úr henni.  Doucoure á dauðafæri en mjög léleg afgreiðsla fram hjá.

Hálfleikur – ekkert skot á rammann og xG liðanna Everton 0,6 og Brentford 0,2 sem er afar slök tölfræði.

Seinni hálfleikur hefst svipað og sá fyrri og á 50. mín á Brentford dauðafæri sem Pickford ver frábærlega. Á 57 mín á MacNeil skot rétt við D bogann í þverslánna og út, frábær tilraun hjá honum.

Harrison að fá aukaspyrnu rétt fyrir utan teig en ekkert kom úr því.

1-0 GANA eftir horn og klafs í teignum brilljant. Eftir VAR tékk þá stóð markið. Fyrsta skotið okkar á rammann.

MacNeil með skot rétt framhjá fjærstönginni. Á 67 mín er Brentford með tvöfalda skiptingu..

Markmaðurinn þeirra að bjarga með ævintýralegu úthlaupi og var á undan Chermiti í boltann. Tarkowski að fá gult fyrir að sparka auka bolta inn á völlinn. Heimskulegt.

Pickford að verja vel á 76 mín gott skot upp í þverslána og svo tvöföld skipting aftur hjá Brentford á 77 mín og Onana inn fyrir Gana hjá okkur.

Við liggjum of djúpt núna finnst mér.  Chermiti kominn í gegn en setur boltann framhjá — en rangstæður.

Fimmta skipting Brentford komin á 85 mín. Onana og Doucoure komnir í gegn en klúðruðu málinu fyrir utan að Doucoure kom sér í rangstæðu.

6 mínútur í uppbótartíma. Við eigum aukaspyrnu rétt fyrir utan teig, Garner með spyrnuna í þverslána. Þessi hefði mátt liggja inni.

Pickford að verja vel í uppbótartíma. Chermiti út og Keane inn á 94 mín.

Leik lokið. 1-0 sigur í höfn! 13 stig af 18 mögulegum í apríl – frábær mánuður!

Búnir að bjarga sætinu og allt gott með það og enn einu sinni er Pickford og varnarlínan að halda hreinu. Frábærir.

Við þökkum meistara Haraldi kærlega fyrir skýrsluna!

Einkunnir Sky Sports: Pickford (7), Godfrey (7), Tarkowski (7), Branthwaite (7), Young (7), Harrison (6), Gueye (8), Garner (7), McNeil (8), Doucoure (6), Chermiti (7). Varamenn: Onana (6).

Maður leiksins að mati Sky Sports var Gana Gueye.

9 Athugasemdir

 1. Ari S skrifar:

  Vel gert og góð úrslit í dag. Gana var virkilega flottur í dag og Everton betra liðið fannst mér í dag. Vörnin mjög solid eins og í undanförnum leikjum og enn og aftur á Pickford góðan leik. Hélt hreinu.

  UTFT!

 2. Jón Ingi Einarsson skrifar:

  Vel gert og góð úrslit, gott að vera laus úr fallhættunni.
  Við höfum nú ekki verið að hrósa þjálfaranum mikið, en mér finnst það vel gert að bjarga liðinu frá falli í fyrra og halda því upp núna þrátt fyrir að missa 8 stig vegna peningamannanna. En ég veit að við erum margir sem erum ekki ánægðir með störf hans, en hann verður að fá að njóta þess sem vel er gert.

 3. Ari S skrifar:

  Já það er engin spurning hann er búinn að gera fína hluti miðað við það sem hann hefur fengið í hendurnar. Búinn að skila sínu og gott betur ef haft er í huga stigafrádrátturinn og sama sem engin kaup á leikmönnum síðustu þrjá „glugga“. Við værum með 44 stig ef ekki væri fyrir frádráttinn og gætum endað í 50 stigum sem er vel fyrir ofan miðju. Liðið hefur bætt sig það er staðreynd og Sean Dyche á hrós skilið…!

  UTFT!

 4. AriG skrifar:

  Flott hjá Everton að vinna leikinn. Voru miklu betri en samt vantaði töluvert uppá föstu atriðin í vítateig sköpuðu hættu. Sennilega að það vantaði Calvert Lewin sem ógn í vítateiknum sem vantaði alveg í þessu leik meina föstu atriðin en áttu samt 2 stangarskot. MCNeil besti leikur hans í langan tíma sífellt ógnandi besti leikmaður Everton. Vörnin mjög fín og Pickford fínn. Þokkalegt tímabil gat verið verra.

  • Ari S skrifar:

   Já það gat verið miklu verra nafni. Það var til dæmis verra bæði á síðasta tímabili og þar síðasta tímabili. Dyche er búinn að gera kraftaverk með ekki breiðari og sterkari hóp en þetta…

   Kær kveðja, Ari.

 5. Eirikur skrifar:

  Var á vellinum og þetta var ekki mjög líflegt.
  Það sem sést vel þegar maður er á staðnum er vinnusemi og agi. Augljóst að það átti ekki að tapa og sigur var í raun bónus. Eina skotið á mark fór inn 😀 Frábær mánuður að baki og nú er bara að ná í 7 stig úr seinustu þremur leikjunum.

  • Ari S skrifar:

   Þetta var nú beð betri leikjum hjá okkur uppá síðkastið. Smá pæling, sláarskot, stangarskot er það ekki á markið? Kannski ekki en þetta var ekki daufur leikur að mínu mati 😉

   Kær kveðja, Ari

 6. Finnur skrifar:

  Gueye í liði vikunnar að mati BBC:
  https://www.bbc.com/sport/football/articles/cge844yk99eo

 7. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Síðasta vika var mjög góð fyrir Everton, vonandi þýðir það ekki að eitthvað hræðilegt sé að fara að smella í andlitinu á okkur. Það væri bara svo týpískt, því það er eins og við Evertonmenn megum aldrei leyfa okkur snefil af gleði eða jákvæðni.

Leave a Reply