Mynd: Everton FC.
Í síðasta pistli tókum við fyrir Romelu Lukaku en nú er röðin komin að leikmanni númer tvö sem kom nýr inn í gær, Gareth Barry.
Barry þarf þó vart að kynna. Hann er 32 ára varnarsinnaður enskur miðjumaður sem spilaði 365 leiki fyrir Aston Villa á árunum 1997-2009 (og skoraði 41 mark). Hann átti um tíma met í leikjafjölda með U21 árs liðinu enska, en hefur einnig leikið með bæði U16 og U18 ára landsliðunum. Hann var valinn í A landsliðshóp Englands árið 2000 og hefur reglulega spilað fyrir enska landsliðið síðan. Árið 2007 varð hann yngsti maðurinn til að leika 300 leiki í Úrvalsdeildinni.
Liverpool áttu misheppnað 15M punda tilboð í hann árið 2008 sem leiddi þó til þess að hann flosnaði upp úr starfi á endanum hjá Aston Villa og var seldur ári seinna til Man City fyrir 12M punda en hann skrifaði undir 5 ára samning við þá. Glöggu stærðfræðingarnir í lesendahópnum hafa væntanlega tekið eftir því að samningur hans rennur út um það leyti er lánssamningi hans við Everton lýkur sem þýðir að ef hann stendur sig vel ættum við að geta fengið hann á frjálsri sölu sumarið 2014. Takk fyrir það, Liverpool! 🙂 Barry var lykilmaður í liði Man City sem vann Englandsmeistaratitilinn um árið og hefur verið fastamaður í liðinu á undanförnum tímabilum (fjögur ár í röð spilað fleiri en 40 leiki fyrir þá). Hann virkar því ekki á mann sem einhver meiðslapési.
Hægt er að sjá viðtal við Barry hér og fréttamannafundinn (þar sem hann var kynntur) hér. Í viðtölunum kemur fram að honum hafi verið gert ljóst að staða hans í aðalliði Man City væri ekki lengur trygg og því hafi hann ákveðið að leita annað. Hann segist mjög þakklátur fyrir að vera kominn til Everton, er mjög spenntur að spila fyrir klúbbinn og sagði að það hafi skipt öllu máli í vali hans á Everton að Martinez væri við stjórnvölinn (og það er ekki í fyrsta skipti sem við höfum heyrt það). Hann sagði jafnframt um Martinez: „The way I’ve seen his teams play over the years as soon as he got his first management job in English football he’s always tried to play the right style of football. When I’ve played against his teams it’s always been interesting to see what formations he’s played. He’s made it difficult for the teams playing against him and the way he had plans to fit me into the squad was very encouraging – the manager had a big part to play.“
Í viðtali sagði Martinez að reynsla Gareth Barry ætti eftir að reynast ómetanleg og sagði jafnframt: „A player with that tactical awareness and mentality is quite rare and difficult to find“. Sjálfur sagði Gareth: „I am grateful it all went through. I was desperate in the end to join Everton – the chance to join this great club with its history and more chance to play regular football“.
Hér í lokin eru svo tvö vídeó af honum:
… og líka þetta hér að neðan (já, gæðin ekkert til að hrópa húrra fyrir — þetta er lítill rammi uppi í hægra horni)…
Velkominn Gareth Barry.
Það verður gaman að sjá hann í vetur. Hann er sigurvegari.
Kemur inn með mikla reynslu bæði í fótbolta og eins í að vinna fótboltaleiki. Velkominn Barry
Enskur landsliðsmaður í staðinn fyrir Fellaini? Hjartanlega velkominn! Og líka afgangur af sölunni? Ekki verra! 🙂
Úbbs, steingleymdi að bæta inn vídeóunum af honum. Búinn að bæta fyrir það. Endilega ýtið á Refresh!! 🙂
Flott samantekt að vanda Finnur.
Barry kemur klárlega með reynsluna inn á miðjuna. Bæði er hann búinn að spila með enska landsliðinu í mörg ár ásamt því að vera lykilmaður á miðju City síðustu árin, það var fyrst núna eftir að Man City keypti nokkra stóra bita sem hann datt úr liðinu og nýr þjálfari sem vildi frekar nota nýju bitana. Hann kemur klárlgea með breidd inn í liðið og nýja vídd. Ég held að það hafi verið mjög mikilvægt að fá hann upp á breiddina. Eins og einhver sagði, við erum að fá mann með reynslu í stað Neville nema mun betri miðjumann. Gibson er búinn að vera svolítið mikið meiddur og ekki hægt að stóla á hann í öllum leikjum, þar mun Barry koma inn í þetta. Flott hjá okkur að fá hann að láni og geta fengið hann frítt að ári ef hann stendur sig vel. Mér skylst að við séum að borga part af laununum hans, enda færum við aldrei að greiða leikmanni 120 þúsund pund á viku.
Miðað við það sem ég hef lesið þá erum við að borga öll 120 þúsund pundin hans sem gera um 5 milljónir fyrir þetta ár en ef við fáum þokkalegan samning næsta sumar við hann þá er það ásættanlegt ekki satt
120þ pund á viku er nær því að vera 6M punda (5,7) en ég er ekki svo viss um að það sé rétt (að við séum að borga allan brúsann). Þeir einu sem vita hvað er rétt í því máli eru á máli hjá öðru hvoru félaginu. Restin veit lítið sem ekkert um smáatriði samningsins — en það stoppar fólk ekki í því að tala fjálgslega um þau, að því er virðist… (yppi öxlum).
Líka mjög fallega gert af Liverpool að setja af stað atburðarás sem leiðir mögulega til þess að við fáum enskan landsliðsmann á free transfer. 🙂
Samningurinn við Barry er væntanlega ekki nema tíu mánuðir, þ.e. til júníloka og það gerir því ekki nema 4.8 millj. pund. Mér líst vel á framvindu mála og hlakka til þessa tímabils. Er sultuslakur 🙂
Já, það er reyndar rétt.
„ekki nema 4.8 millj. pund“. 🙂